Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 11
MinnisstæS næfturferð
Eftir Guðmund Stefánsson frá Húsavík.
Þennan draum dreymdi mig aðfaranótt hins 3. jan. 1938.
Ég þóttist vera staddur í svefnherbergi okkar hjónanna,
ásamt konu minni, Fjólu dóttur minni, og Sveinbirni Helga-
syni, tengdasyni mínum. Tökum við þá eftir því, að Svein-
björn starir eins og hann gerir, þegar hann sér skyggni-
sýnir. Eftir stundarkorn kemur þeim í hug, konu minni
og Fjólu, hvort þær muni ekki geta séð það, sem hann
sjái, ef þær taki stöðu framan við hann og horfi í sömu
átt og hann. En þegar það ber engan árangur, dettur mér
í hug að reyna. Þegar ég hef náð, að því er mér fannst,
æskilegri stöðu, er eins og úr mér dragi allan mátt. En
rétt á eftir er eins og þessi blýþungi sé af mér strokinn
og um mig streymi einhver sælukennd hitabylgja, og í
sama vetfangi er ég orðinn svo fisléttur, að ég svíf með
geysihraða í gegn um húsvegginn, og með þeim örskots-
hraða út í geiminn, að mér fannst loftið eins og fossa
fyrir eyrum mér. Loftstraumur þessi fannst mér hlýr og
yndislegur.
Þannig brunaði ég í gegn um hálfdimman geiminn góða
stund, en er svo allt í einu glaðvakandi í rúmi mínu.
Fljótlega mun ég hafa sofnað aftur. Fannst mér þá ég
ganga aftur á sama stað og áður á svefnherbergisgólfinu.
Þar greip mig samstundis sama magnleysið og fyrr, en
óðara er sem ég losni við sama þunga hjúpinn og áður,
en sælufull hitabylgja streymir um mig. 1 sama bili svíf
ég með sama geysihraðanum út í geiminn, en geimurinn
fannst mér nú ekki eins myrkur og í fyrra skiptið.