Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 79

Morgunn - 01.12.1950, Side 79
MORGUNN 157 in sýna að snerti einkamál sendanda, og að því tilskildu, að þau séu skýr og vakandi í hugsun hans, þá stund, er hið sálræna samband tekst. En nú ber það stundum við, að menn, sálrænum skynhæfileikum búnir, skynja mynd- ir af atburðum í lífi manna, sem löngu eru liðnir. Dæmi þessarar tegundar, sem hér fer á eftir, er tekið úr ann- álum S.P.R., Vol. DC., p. 125. Ungfrú Goodrich Freer, sem mjög er kunn fyrir skyggni- hæfileika sína, kristallsskyggni og nákvæmar athuganir á því, er hún hefur skynjað, segir frá ýmsum atvikum úr reynslu sinni varðandi hugsanalestur, meðal annars þessu: Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni í fyrsta sinni eftir að hún giftist. Ég hafði aldrei séð eiginmann henn- ar, en það, sem ég hafði um hann heyrt, var þess eðlis, að ég bjóst við að hitta prúðmenni í þægilegri stöðu, vel efnum búinn mann og af góðu bergi brotinn. Við vorum kynnt, og ég varð þess vör, að hann vildi að minnsta kosti koma vel fram við gestina og sýna þeim alúð og gest- risni. En eigi að síður frá þeirri stundu, er mér gafst tæki- færi til að virða hann gaumgæfilega fyrir mér, varð ég stöðugt fyrir óþægindum af einkennilegri sýn. Engu skipti, hvar hann var í húsinu, við miðdegisverðarborðið, í setu- stofunni eða við hljóðfærið. Umhverfið bak við hann virt- ist leysast upp, en í stað þess sá ég alltaf sömu myndina. Ég sá þennan sama mann eins og hann var á unglings- árum sínum; hann var mjög ungur að sjá og horfði á mig með skelfingu í svip og augnaráði, hann var niðurlútur, axlirnar höfðu lyptst og hann hélt höndum sínum fyrir ofan höfuð sér, eins og hann ætti von á höggi og ætlaði að verjast því. Síðar komst ég að raun um, að mynd sú, er ég hafði séð, var af raunverulegum atburði frá skóla- árum hans. Hann hafði verið í nafnkunnum skóla, en vegna svívirðilegrar framkomu þar, var hann rekinn úr skólanum með skömm og fyrirlitningu allra skólafélaga sinna.“ „Hvemig á nú að skýra tilefni þess, er fyrir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.