Morgunn - 01.12.1950, Síða 77
MORGUNN
155
næsta dag, ef til vill. Sumum mönnum virðist auðvelt að
geyma aðsendcir hugsanir í bliki sínu lengi vel, öðrum
tekst það ekki, og það er auðveldara að ná hugsunum
frá þessum en hinum.“ (Life beyond Death, bls. 100). Og
faðir hennar gerir samhljóða athugasemd um blik fund-
argestsins. Hann segir: „Þegar ég er nálægt þér, greini
ég oft hugsanir, sem menn senda til þín, þær festast í
bliki þínu og þar fæ ég lesið þær.“ Og stuttu síðar bætir
hann við: „Já, blik þitt nemur hugsanir, sem beint er
til þín. Taka má t. d. ljósmyndaplötu til samanburðar.
Blik þitt er næmt fyrir áhrifum frá hugsunum annarra,
nemur myndir og áhrif á hliðstæðan hátt og ljósmynda-
platan. Vel má vera, að þú verðir ekki sjálfur var slíkra
áhrifa, af því að þú ,,framkallar“ þau ekki, en þetta getur
niér verið hægt að gera.“
Séra Drayton Thomas gerir svohljóðandi athugasemd
við þetta: „Faðir minn virðist einhvern veginn hafa orðið
var hugsana, er varða sjálfan mig og orðið hafa til í hug-
um annarra manna, þó að ég yrði þessa ekki var á nokk-
urn hátt. Hin einkennilega skýring föður míns er sú, að
hann hafi skynjað þær í bliki mínu. . .. Einu sinni lét
hann t. d. þess getið, að ég myndi bráðlega fá tilmæli frá
niönnum í Liverpool um að flytja þar erindi. Ég hafði
enga ástæðu til að búast við þessu, en eigi að síður fekk
ég bréf frá Liverpool nokkru síðar með tilmælum um
þetta, og það var skrifað og sett í póst daginn áður en
ég var á fundinum hjá Mrs. Leonard. öðru sinni sagði
hann mér, að ég myndi fá bréf frá útgefendum bóka
minna, sem ég hafði enga ástæðu til að vænta, en það
kom eig að síður daginn eftir. Venjulega erum vér með
öllu óvitandi um hugsanir þær, sem til vor er beint úr
fjarlægð, en ég tel að fjarhrifafyrirbrigðið sanni, að hugs-
anir fjærstaddra manna fái náð til vor. Mér skilst, að
útvarpið megi nota sem hliðstætt dæmi. Sendistöðin vek-
ur ölduhræringar í ljósvakanum umhverfis oss, sem vér
erum með öllu óvitandi um. En þegar mótttökutækið er