Morgunn - 01.12.1950, Side 24
102 M O R G U N N
með að skrifa af þeirri ástæðu, og vegna þess að hún
væri óvön því.
Fer nú ramminn á stafaborðinu af stað, og skrifast
smám saman „Blessuð, má ég skrifa“. Við segjum, að
henni sé það velkomið. Byrjar svo framliðna stúlkan með
því að skrifa það, sem greinilega eru ávarpsorð í bréfi
til ættingja hennar, alveg eins og hún myndi hafa byrj-
að slíkt bréf, hefði hún verið hér á jörðinni, þannig:
„Elsku mamma mín og pabbi og systkini mín. Jeg er
svo oft hjá ykkur. Reyndar sjáið þið mig kannske ekki.“
Þá virðist svo sem einhver annar framliðinn maður komi
þama að sambandinu, og vilji fá að komast að, þannig
að hann truflaði stúlkuna, svo að hún varð að hætta að
skrifa.
Við báðum þennan framliðna komumann eindregið að
fara, svo að stúlkan gæti haldið áfram með bréf sitt. Mið-
illinn heyrir þá, að maðurinn segir: „Ég kem næsta sinni“,
og fór hann því næst burt. Hvort hann hefur nokkum-
tíma komið aftur, veit ég ekki, enda vissum við aldrei
hver þessi maður var, og kemur það heldur ekki þessu
máli við.
Segir miðillinn þá, að nú sé allt fólkið farið — eða horf-
ið a. m. k. — svo að stúlkan geti nú haldið áfram og haft
frið til að skrifa. Heldur hún svo bréfinu áfram:
„Ég er svo oft hjá ykkur og fylgist talsvert með heima.
Verst þykir mér að geta ekki hjálpað ykkur. Gott að
Imba systir tók við starfinu mínu við Ungmennafélagið.
Gott að hún skemmti sér í Þingvallaferðinni. Þið verðið
að reyna að skemmta henni, af því að hún er svona í
fætinum. Hún má ekki láta sér leiðast, að hún getur ekki
dansað.“
Framliðna stúlkan varð að skrifa þetta með nokkrum
hvíldum, og hvarf hún þá í burt, liklega til þess að jafna
sig og ef til vill að sækja sér meiri kraft til þess að skrifa.
Hér varð svona hlé dálitla stund. Þegar hún kom aftur,
heldur hún áfram: