Morgunn - 01.12.1950, Síða 33
M O R G U N N 111
að skrifa heim til sín úr öðrum landshluta, en ekki úr
öðrum heimi.
En munurinn er þó sá, að væri hún hér á jörðinni,
þyrfti hún ekki að eyða svo miklu rúmi til þess að sann-
færa foreldra sína um, að það sé hún, sem sé að skrifa.
En í þessu bréfi verður það aftur á móti aðalatriðið,
enda hefði ekki verið til neins að skrifa bréfið, og því
síður að senda það til viðtakenda, ef það væri ekki ein-
mitt farið þannig að, og komið með allar þessar sannanir.
Þið hafið líka heyrt úr bréfinu frá foreldrum Sigrúnar,
hvernig þau brugðust við þessu. Þau voru þegar í stað
sannfærð um, að bréfið væri frá dóttur þeirra, sem þá
var látin fyrir 7 mánuðum síðan, þótt þau hinsvegar hefðu
ekki hugmynd um, hversvegna þeim allt í einu barst þetta
bréf. Svona sterkar sannanir, sem koma svo óvænt, geta
varla annað en sannfært hvern þann, er veitir slíku við-
töku, hversu mikill efasemdamaður sem hann kann að vera.
1 sambandi við þetta fyrsta bréf Sigrúnar, langar mig
til þess að víkja að einu atriði, sem spíritistum er stund-
um lagt út til lasts. Það er, þegar því er haldið fram, að
með miðilsfundunum séu spíritistarnir að „leita frétta af
framliðnum", eins og það er oft kallað. Sumir telja einn-
ig, að þeir séu á þennan hátt að tefja hina framliðnu á
þroskabraut þeirra, og má jafnvel stundum skilja þetta
svo, að hinir framliðnu eigi ekki að hafa samband við
þá, sem eftir eru á jörðinni, og óski heldur ekki eftir því.
Þeir, sem sitja miðilsfundi, séu að draga þá til sín, ef
til vill nauðuga, og þetta sé hvorugum aðilanum til góðs.
Það vita þó allir, sem nokkuð hafa verið á miðilsfund-
úm, að það er svo langt frá því að þetta sé rétt. Fund-
armennirnir geta ekki nærri þvi alltaf fengið samband
við þá, sem þeir helzt hafa í huga, er þeir koma á fund-
inn. Oft næst að vísu slíkt samband, og þótt við vitum
ekki, hvers konar lögmál stjórnar starfsemi miðlanna á
fundum, þá er það eitt víst, að fundarmaðurinn ræður