Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Side 56

Morgunn - 01.12.1950, Side 56
Uftan líkamans fjórar frásagnir. 1. 1 skotgröfinni. Frásögn þessi er tekin úr annálum brezka S.P.R. 1929, bls. 126. Sá, er frá þessu segir, sendi Sir Oliver Lodge frásögn um reynslu sína, en hann sendi hana aftur til ritstjórans. Hann segir svo: „Við fórum frá Monchiet síðari hluta dags og eftir ægi- lega þreytandi göngu eftir aurblautum vegi í krapasnjó komumst við til Beaumetz um kvöldið. Viðstaðan þar varð næsta stutt og við urðum enn að halda áfram til Wailly, sem þá var næst bak við línuna um 8 mílur fyrir sunn- an Arras. Þar þrömmuðum við gegnum krókóttar skot- grafir, en eftir þeim áttu allar samgöngur sér stað að því sinni milli hersveitanna. Þessar skotgrafir voru um það bil ein míla á lengd, en þó virtist okkur hún vera óendanleg, en við þokuðumst áfram, óðum aurinn upp í hné, blautir og kaldir, því að veðrið var illt, stöðug krapa- hríð. Um síðir komumst við í fremstu línuna og leystum þá af verði, er þar höfðu verið. Við höfðum svo sem haft næg kynni af skotgröfunum, en þetta var sú versta af öllum þeim, sem við höfðum haft kynni af. Engar viðgerðir eða endurbætur á henni höfðu verið gerðar mánuðum saman. Sumstaðar höfðu barmarnir fallið inn og maður gat ekki einu sinni falið höfuðið bak við skotgrafarbarminn, þó að á hefði þurft að halda. í fám orðum sagt, skotgröfin var eitt kvik- syndi. H. og ég, sem báðir vorum orðnir uppgefnir, vor-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.