Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 42

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 42
120 MORGUNN aðeins til að grennslast eftir því, hvort ég væri búinn að senda bréfið, sem ég minntist á áðan. Þegar ég sagði, að ég hefði ekki gert það, sagðist hana hafa grunað það, og að hún hafi aðallega komið til þess að biðja mig um að senda bréfið. Bað ég hana að sjálfsögðu afsökunar á þessum drætti, og sendi svo bréfið austur innan fárra daga. Síðar fékk ég að vita, að allt var það rétt, sem hún sagði um Adam, hinn danska mann, sem hafði verið í Gaulverjabæ. En ástæðan til þess, að hún var að spyrja um hann, og kvaðst ekki geta fundið hann, var sú, að hann var farinn af heimilinu og var einhvers staðar á Austfjörðum um þetta leyti, en fólkið í Gaulverjabæ vissi heldur ekki um hann með vissu. Að endingu ætla ég að segja ykkur aðalefnið úr síð- asta bréfinu, sem kom frá Sigrúnu. 1 lok desember 1930 fór ég til útlanda og dvaldi m. a. í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði. Á því tímabili höfð- um við fundi tvisvar eða þrisvar sinnum, miðillinn og ég, en eins og ég sagði áðan, var miðillinn þennan vetur í Danmörku, en þó ekki í Kaupmannahöfn. Sunnudagskvöldið 8. febrúar 1931 höfðum við fund. Kom Sigrún þá og skrifaði bréf heim til sín. Fyrst töl- uðum við dálítið saman, buðum hana velkomna og spurð- um, hvort hana langaði ekki til að senda einhver skila- boð heim. Hana langaði mikið til þess. Ég spurði hana, hvort hún hefði getað látið foreldra sína verða sín vör. „Ekki vantar viljann,“ sagði Sigrún, „en það er svo vont, af því að þau hafa svo mikið að gera og pabbi hef- ur ekki tíma til þess að hugsa svo mikið um þetta.“ Þetta var alveg rétt, að því er faðir hennar sagði mér síðar, enda áleit hann mjög vandfarið með þetta mál og ein- mitt hættu á því, þegar ekki væri mikill kraftur fyrir hendi, og menn jafnframt uppteknir af daglegum störf- um, þá geti það, sem kynni að koma, orðið ruglingslegt og stundum villandi. Þannig yrði hætta á að maður missti trúna á þetta eða áliti að verið væri að falsa eitthvað,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.