Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 71

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 71
MORGUNN 149 um til glöggvunar á hliðstæðu þess á andlegum vettvangi, orkuöldum vitundarlífsins, sem hér um ræðir. Óhjá- kvæmilegt virðist þá að álykta, að sé það rétt, að mann- leg dulvitund fái numið og skráð sálrænar hugsanaöldur fjærstaddrar persónu, þá liggur í augum uppi að hæfi- leikinn til að veita þeim móttöku hlýtur að vera háður sálrænum tengslum milli sendanda og viðtakanda, er hafa orðið til vegna skyldleika, vináttu eða kynningar. Með öðrum orðum: Sálrænt samband er sama lögmáli háð og útvarpstækið og útvarpsstöðin. Eins og það er óhjákvæmi- legt og nauðsynlegt hverju sinni að stilla öldunema út- varpstækisins inn á öldulengd þeirrar stöðvar, sem vér ætlum að hlusta á, þannig verður dulvitund þess manns, er numið fær aðsendar hugsanir, að stillast til samræmis við vitund sendandans, sveiflutíðni þess, er greinir það frá öllum öðrum. 1 heimspekilegu máli er þetta nefnt „sálrænt samband" (psychic rapport"). Þetta sýnir, að dulvitund miðilsins er því aðeins unnt að ná þekkingar- atriðum úr dulvitund fjærstaddrar persónu, að þessi þrjú eftirfarandi skilyrði séu fyrir hendi: 1. Að miðillinn þekki hina fjærstöddu persónu. 2. Sé ekki um það að ræða, þá að einhver fundargest- anna þekki hana. 3. Komi hvorugt þessara áðurgreindra atriða til greina, þá að miðlinum hafi verið fenginn hlutur í hendur, sem hin fjærstadda persóna hafi notað mjög og hand- leikið. Með öðrum orðum: Þetta sýnir og sannar, að dulvitund mannsins er ekki unnt að nema og færa yfir í sína eigin hugsanir eða þekkingaratriði úr dulvitund fjærstaddra manna, nema því aðeins að einhver hinna þriggja skilyrða komi til greina, vegna þess að dulvitund hans er með öllu ókunnugt um öldutíðni vitundarlífs viðkomandi manns eða manna, þetta, er greinir það frá öllum öðrum, en þar sem þetta er henni dulið, þá er henni ókleift að komast í samband við hana. Gerum oss glögga grein fyrir því, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.