Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Síða 61

Morgunn - 01.12.1950, Síða 61
MORGUNN 139 þaðan sem ég fann mig vera staddan, horfði ég með skelf- ingu á lífvana líkama minn liggja í rúminu með lokuð augu. Ég reyndi að komast aftur í hinn jarðneska lík- ama minn, en mér tókst það ekki; ég hlaut að vera dá- inn. Með sjálfum mér fór ég að hugsa um, hvernig gisti- húseigandanum myndi verða við, er hann kæmi að mér, en brátt fór ég að hugsa um áfall það, er andlát mitt myndi verða f jölskyldu minni og söknuð vandamanna og vina. Ég fór líka að brjóta heilann um, hvort rannsókn myndi verða gerð út af andláti mínu varðandi dánar- orsökina, en eigi að síður beindust hugsanir mínar mjög að viðskiptamálum. Áreiðanlega hafði meðvitund mín eða minnishæfileiki ekki beðið hinn minnsta hnekki við breyt- ingu þá, sem á var orðin. Ég horfði á líkama minn, sem lá þama eins og hver annar hlutur og starði raunamædd- ur á andlitið, sem nú var að fá á sig bláfölvan blæ. En þótt ég væri sannfærður um, að ég væri ekki lengur í tölu jarðneskra manna, var mér ekki mögulegt að fara út úr herberginu. Mér fannst líkast því sem ég væri tjóðr- aður við einhvern sérstakan blett í horni þess, þar sem ég var, en þaðan var mér ekki unnt að hræra mig. Þannig liðu næstum því tveir klukkutímar. Ég varð þess var, að barið var að dyrum (hafði aflæst þeim), þetta var endurtekið, en mér var ekki unnt að láta í ljós með nein- úm hætti, að ég hefði orðið þessa var. Stuttu síðar sá ég umsjónarmann gistihússins koma í ljós við gluggann á herbergi mínu. Auðsjáanlega hafði hann náð sér í langan stiga. Hann kom nú inn í her- bergið, en ég sá, að honum brá talsvert, er hann sá mig hggja, að þvi er virtist lífvana í rúminu, en hann opn- aði hurðina og fór því næst samstundis út. Rétt á eftir kom eigandi gistihússins inn í herbergið ásamt nokkur- um af þjónustuliðinu, og því nær samstundis kom læknir á vettvang. Ég sá að hann hristi höfuðið, er hann sá mig hggjandi þama, að því er virtist liðið lík. Hann laut nið- ur að mér, lagði eyrað við brjóst mér í hjartastað og að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.