Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 67

Morgunn - 01.12.1950, Qupperneq 67
MORGUNN 145 nefndu Cryptesthesia-tilgátuskýringu, en orð þetta notaði hann sem samheiti á óvenjulegum fyrirbrigðum sálrænn- ar dulskynjunar, t. d. hugsanaflutning, skyggni varðandi fortíð, nútíð og framtíð, firðskynjunum o. s. frv. En með þessari skýringartilgátu var þó viðurkennt, að vitundar- líf mannsins væri gætt skynhæfileikum til að afla sér þekkingar eftir öðrum leiðum, en fram að þessu hafði verið viðurkennt. En jafnvel þessi skýringartilgáta nægði ekki til þess að skýra orsakir og tilefni þeirrar þekkingar, sem hélt áfram að berast til jarðneskra manna í dásvefni miðlanna. Þá vörpuðu andstæðingar spíritistisku skýringarinnar fram hinni svonefndu Telemnesia-tilgátuskýringu, en með henni er skynhæfileikum dulvitundarinnar tileinkaður hæfileiki til að lesa í vitundarlíf manna án tillits til fjarlægðar. Samkvæmt kenningunni um hugsanaflutning var miðill- inn aðeins móttakandi, sem nam það, er dulvitund send- andans beindi til hans. Próf. Hyslop skýrir merkingu orðsins Telemnesia þannig, að samkvæmt þessari skýr- ingartilgátu sé dulvitund miðilsins ekki aðeins móttakandi, eins og hugsanaflutnings-kenningin gerir ráð fyrir. Með henni er dulvitund miðilsins tileinkaður hæfileiki til að kafa í vitundarlíf fjærstaddra manna, án tillits til fjar- iægðar, greina þar og nema með óskiljanlegum leiftur- hraða sérhver þau þekkingaratriði, sem henni mættu að haldi koma og móta úr þessum efnivið myndrænt per- sónugervi þess framliðna manns, sem verið væri að segja fundargestum frá af vörum miðilsins. Það skal þó tekið fram, að ýmsum hinna efagjömu rannsóknarmanna þykir þó þessi tilgátuskýring næsta vafasöm. En í þessu sam- bandi vil ég láta þess getið, að síðustu ár ævi sinnar fann Charles Richet sig knúinn til að hafna sinni eigin skýringartilgátu á orsökum sálrænna fyrirbrigða og fall- ast á spíritistisku skýringuna á orsökum þeirra, sem hann hafði svo lengi reynt að skjóta sér undan. Þessar þegar nefndu neikvæðu skýringartilgátur tekur 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.