Morgunn


Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 37

Morgunn - 01.12.1950, Blaðsíða 37
MORGUNN 115 augljóst var að bréfritarinn væri, þó að við vissum ekki nieira um hana, væri að tala um, að það þyrfti að reyna að skemmta systur sinni, af því að hún væri svo ,,naíf“ (eða „einföld" eins og það þýðir), og þó var öllu verra að átta sig á næsta orði, sem á eftir fór, „ætinu“, það var þaðan af óskiljanlegra. En þegar betur var að gáð, °g við fórum að lesa úr þessu, kom í ljós, að allt var rétt skrifað og þarna átti að standa „af því að hún er svona í fætinum“. Eftir að þetta fyrsta bréf var skrifað, liðu nokkurir niánuðir, án þess að nokkuð kæmi frá Sigrúnu. Föstu- dagskvöldið 13. júní 1930 kom hún til okkar og bað um að mega skrifa. Nú var auðvitað ekki lengur um það að ræða, að við vissum ekki, hver væri að skrifa, því að um leið og hún kemur, segir miðillinn strax: „Þarna kem- Ur þá Sigga í Bæ“ eins og við vorum farin að kalla hana. En allt það, sem minnzt var á í því bréfi, sem nú var skrif- að, var bæði miðlinum og mér ókunnugt um, enda höfð- um við ekkert samband haft við fólkið í Gaulverjabæ, annað en bréf það, sem kom þaðan í nóvember veturinn áður og ég las áðan. Að því leyti væri margt af þvi, sem skrifað er í þessu bréfi, sannanaeðlis, ef það reyndist rétt. (Ég vil geta þess, að á þessum fundi og síðari fund- úm, vorum við aðeins tvö, miðillinn og ég.) Við notuðum fyrst stafaborðið, eins og um haustið, en það gekk nokkuð seint, svo að eftir stutta stund tók mið- dlinn blýant og skrifaði úr því með honum beint. Þetta bréf var þannig: „Komið þið blessuð og sæl“, skrifar Sigrún. „Komdu nú sæl og blessuð, og vertu velkomin", segj- um við. „Hjartans þakkir fyrir síðast“ skrifar Sigrún. „Sömuleiðis", segjum við. „Þú ætlar að skrifa eitthvað núna?“ „Já, má ég þá byrja?“, og segjum við henni að gera svo vel. Svo byrjar hún bréfið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.