Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 37

Morgunn - 01.12.1956, Page 37
MORGUNN 115 —15 manns. Þá var hr. E. D. Green, listamanni hér í borginni, vísað inn og í fylgd með honum var hr. Evange- lides frá Grikklandi. Hann talaði mjög lélega ensku, en grísku talaði hann eðlilega til fullnustu. Áður en langt leið talaði andavera til hans á ensku í gegn um Láru dóttur mína. Þessi vera kom fram svo ttiörgum sönnunargögnum, að hr. Evangelides kannaðist við að þetta væri vinur hans, sem andazt hafði í húsi hans fyrir fáum árum. Enginn okkar hinna kannaðist við þenn- an látna mann. Meðan þetta gekk hafði komið orð og orð, eða einstakar setningar á grísku af vörum Láru, unz hr. Evangelides spurði, hvort veran myndi skilja, ef hann talaði og spyrði á grísku. Eftir þetta fór samtalið þannig fram, að hr. Evangel- ides talaði eingöngu á grísku, en af vörum Láru var til skiptis töluð enska og gríska. Stundum skildi Lára sjálf hvorugt, hvorki það sem Grikkinn sagði né það, sem af vörum sjálfrar hennar var s&gt. (Lára var ekki í dásvefni. Hún fylgdist því sjálf með því, sem af vörum hennar var sagt, en réð ekki við það og virtist engin áhrif geta á það haft. — þýð.). Meðan á þessum samræðum stóð, varð Grikkinn hvað eftir annað fyrir sterkum geðshræringum. En þegar hitt fundarfólkið — sem skildi ekkert orð í grískunni — spurði, hversvegna hann kæmist svo mjög við og hvað um væri að vera, vildi hann ekki gefa skýringu á því. En eftir fund- lnn sagði hann okkur, að hann hefði aldrei fyrr komið á miðilsfund eða orðið vottur að andasambandi, og í sam- talinu kvaðst hann hafa gert ýmsar tilraunir til þess að Prófa þetta furðulega fyrirbæri. Hann kvaðst hafa gert tilraun með að tala um efni, sem honum væri fullkunnugt, að Lára gæti ekki haft nokkra þekkingu á. Hann kvaðst hvað eftir annað hafa breytt um viðræðuefni við ósýnilega Sestinn, horfið frá umræðum um hrein einkamál til há- Politískra umræðna, frá heimspeki til trúmála, og þannig tPai’gskipt um umræðuefni við ósýnilega gestinn.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.