Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Page 57

Morgunn - 01.12.1956, Page 57
MORGUNN 135 að óttast, að þessi verðmæti þrjóti, þau eru óþrotleg. Eilífa gleði mun hann hafa af því að safna sér æ ríkulegri gnægð- um þekkingar og sannari þekkingar á Guði. I hinum full- komna manni sameinast mannvinurinn og hugsuðurinn. „Eilífa“, sagðir þú. Er lífið þá eilíft? Við höfum ástæðu til að líta svo á. Til eru tvö stig lífs- ins, stig þróunarinnar og stig þekkingarinnar hinnar full- komnu. Við, sem erum enn á þróunarstiginu og vonum, að í gegn um óteljandi æviskeið (svo að ég noti orðatil- tæki ykkar) liggi leið okkar út yfir yztu endimörk þess, sem þið kunnið að mæla, við þekkjum alls ekki lífið í hinni fullkomnu þekkingu. En við trúum því, að óralangt í f jar- lægri framtíð muni framsæknar sálir ná því stigi, þar sem þróunin hefir flutt þá í nálægð hins almáttka, svo að þær geti sólað sig þar í eilífu guðdómsljósi, í hinni fullkomnu þekkingu allra leyndardóma tilverunnar. Um þetta get ég ekkert meira sagt þér. Það er of háleitt til þess. Reyndu ekki að sveifla sjálfum þér upp í þær svimandi hæðir. Lífið hættir aldrei að vera til, hversu langt inn í framtíð- ina sem þú hugsar þig. Nú er það hlutverk þitt og mark- mið, að leita í áttina að þröskuldinum, ekki það að stíga fæti inn í musterið. Þetta skil ég. En veiztu nú meira um Guð en þú vissir, meðan þú varst á jörðunni? Við hér vitum meira um tjáning kærleika Guðs, tján- ingu þessa gæzkuríka valds, sem stýrir heiminum. Við vitum eitthvað um hann, en við þekkjum hann ekki. Og við munum ekki læra að þekkja hann á þann hátt, sem þú átt við, fyrr en við öðlumst hina fullkomnu þekkingu. Enn þekkjum við hann aðeins af verkum hans. Nú varpaði ég aftur fram í huganum spurning- unni um baráttuna milli góðs og ills, og langt svar við þessum spurningum huga míns var skrifað. ... Ég ætla nú að láta koma dæmi þess, hvernig fræðsl- unni var hagað á þessu tímbaili. Það, sem þú ert nú að verða var við, er aðeins fyrsti

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.