Morgunn


Morgunn - 01.12.1956, Side 60

Morgunn - 01.12.1956, Side 60
138 MORGUNN búið til handa ykkur og lagt honum í munn orð, sem eilíf- ur Guð hefir aldrei talað. Og þið búið til lagafærirmæli, sem kærleikshjarta hans er kvöl og andstyggð. Já, vinur minn, öll ykkar fangelsi, öll ykkar löghelguðu morð, allt framferði ykkar gegn glæpamönnunum er byggt á fávizku og þekkingarleysi. Enn ægilegri eru styrjaldir ykkar á jörðunni og fjölda- morðin. Ófrið milli nágranna, sem ættu að vera vinir, leið- ið þið til lykta með því að láta fylkja liði hvora gegn öðr- um hersveitir af öndum — ég tala svo vegna þess að við sjáum ekki jarðnesku líkamina, sem þið eruð íklædd um sinn, heldur aðeins anda ykkar — og þessar hersveitir af öndum æsið þið upp til haturs og voðaverka, og síðan hrindið þið þeim með ofbeldi yfir í andaheiminn til okkar. Þið æsið upp ástríður þeirra, hinar lægstu, leysið þá síðan úr fjötrum jarðneska líkamans og gefið þeim aukið frelsi til athafna. Hefndarsjúkir, grimmir og jarðbundnir andar flokkast síðan að jarðarsviðinu aftur og freista vanþrosk- aðra manna þar til grimmdarfullra, holdlegra og óguð- legra athafna. Enn eigið þið mikið ólært, vinur minn. En þið munuð læra það í gegn um þunga reynslu þess, að þurfa að gera upp aftur það, sem þið hafið áður ranglega gert. Þá gullnu reglu verðið þið að læra, að miskunnsemi og kærleikur er æðri vísdómur en refsing og hefnd. Vinur minn, ef spurt er um innihald og gildi þess boð- skapar, sem við berum ykkur, þá segðu, að við flytjum þann fagnaðarboðskap, sem á að bera orð mildi, mislcunn- semi og kærleika Guðs í stað hugaróra um reiði og grimmd. Segðu, að boðskapur okkar eigi að flytja ykkur vitneskju um vitsmunaverur, sem gefa allt líf sitt þjón- ustunni við mennina, miskunnseminni, kærleikanum og tilbeiðslunni á hinum hæsta. Hverfa börnin, sem fara ung af jörðunni, þegar inn á háu lífssviðin?

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.