Morgunn - 01.06.1962, Síða 31
ASalbjörg Sigurðardóttir:
Miðill í 40 ár
★
Bók sú, sem ég geri að umtalsefni hér, er eftir enska
konu, frú Estelle Roberts, en formálinn er eftir hinn víð-
kunna blaðamann, sálarrannsóknamann og fyrirlesara,
Hannen Swaffer, sem andaðist á síðastliðnu ári. Kom
bókin út árið 1959 og í annarri útgáfu ári síðar. Segir í
formálanum, að frú Roberts hafi oftsinnis gefið skyggni-
lýsingar á fjöldafundum í stærstu samkomuhúsum Lund-
úna, Albert Hall og Queens Hall, þar sem Hannen Swaffer
var fyrirlesari, og tekizt með afbrigðum.
Framan af árum hafði frú Estelle Roberts fundi með
fáeinum útvöldum, þar sem raddir framliðinna heyrðust
utan við miðilinn. Þekktu þar margir raddir látinna ást-
vina sinna og töluðu beint við þá. Stjórnandi hennar í
andaheiminum á að vera Indíáni og nefnir hann sig Rauða
Skýið. Hann talar af vörum miðilsins, þegar hún er í dá-
svefni, virðist ákaflega þroskaður andi og skeikar sjald-
an því, sem hann segir, hvort sem það eru spádómar eða
lýsingar á látnum mönnum fyrir fundargestina, eða ann-
að þess háttar. Auk þeirra tegunda sálrænna fyrirbrigða,
sem nú hafa verið nefnd, er Estelle Roberts lækningamið-
dl. Hún getur sagt sögu hluta, sem henni eru fengnir og
lesið í lokuðum bókum og innsigluð bréf. Þá gerast einnig
hjá henni flutningafyrirbrigði og holdganir, svo að mér
virðist hún vera svona hér um bil jafnvíg á flestar teg-
undir dularfullra fyrirbrigða.
Ætla ég nú að segja frá nokkrum þeirra.