Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 55
MORGUNN
51
Lítil stúlka, sem var að ferðast ein til ættingja sinna í
Yokohama í Japan, hafði verið falin skipstjóranum og
hann beðinn um að líta eftir henni á ferðinni. Litla stúlk-
an, sem var foreldralaus, var svo yndislegt og skýrt barn,
að hún vann óðara hjörtu allra, sem á skipinu voru. Þegar
skipið kom austur á Kínahaf, tók litla stúlkan ákafa hita-
beltissótt. Henni síversnaði og bráðlega varð auðsætt, að
dauðinn einn var framundan.
Þegar læknirinn sat við rúmstokk hennar, varð hann
þess var, að eitthvað, sem honum þótti yfirvenjulegt, væri
að gerast. Það var ennþá nótt og allangt til morguns, en
smám saman birti í klefanum, unz þar var sem fullkomin
dagsbirta. Ljósið virtist koma í bláleitum bylgjum, með
hvítum og gullnum geislum, sem söfnuðust saman yfir
deyjandi barninu. Þar léku geislarnir stutta stund, þá
hurfu þeir og ljósið eitt frá daufum náttlampa var eftir í
herberginu. Slagæð litlu stúlkunnar sló ennþá hægt. Þá
opnaði hún augun, horfði á lækninn, lagði litlu höndina
sína á hönd hans og sagði: „Ó, sjáðu! En hvað þetta er
dásamlegt!“
Læknirinn skrifar:
„Hún beindi augum upp, og þegar ég leit einnig upp
sá ég uppi við loftið, beint yfir höfði hennar, daufan, eins
og þokukenndan en lýsandi hnött, líkt og ljós skini úr fjar-
lægð gegn um þétta þoku. Smám saman, en mjög hægt,
jókst ljósmagnið unz það verð eins og titrandi, bláhvítar
Ijósöldur.
„Sjáðu,“ sagði deyjandi barnið, „ó, sjáðu,!“
Og læknirinn heldur frásögu sinni áfram:
„Hægt, svo hægt, að ég tók ekki eftir því í fyrstu, tók
ijóshnötturinn að síga unz hann virtist lauga ásjónu litlu
stúlkunnar og hár og ummynda hana til þeirrar dýrðar,
friðar og ljóma, sem vér hugsum oss að engilásjónur séu
gæddar. Ég hefi aldrei séð og býst ekki við að sjá oftar
svo undursamlega og himneska sýn. Augnablik lék þessi
dýrðarljómi á kodda litlu stúlkunnar, hönd hennar, sem