Morgunn - 01.06.1962, Qupperneq 81
Selma Lagerlöf:
Eining
★
Á þessum vetri kom saman í Nýju-Delhi á Indlandi
kirkjuþing kristinna manna, fjölsótt frá flestum kirkju-
deildum öðrum en rómversk-kaþólsku kirkjunni. Naumast
verður sagt, að þing þetta muni marka tímamót, en merkast
mun það verða talið vegna þess að mjög gætti, bæði um
fundarsókn og þátttöku í þingstörfum, kristnu kirknanna í
Asíu og Afríku, auk þess, sem rétttrúnaðarkirkjan rúss-
neska átti þar fulltrúa. En það er í fyrsta sinn eftir bylting-
una í Rússlandi 1918. Þetta þing er þriðja þing alkirkju-
sambandsins.
Markverðasta kirkjuþing síðari tíma var þingið, sem háð
var í Stokkhólmi árið 1925, að frumkvæði og undir for-
ystu hins frjálslynda og mikilhæfa erkibiskups Svía, N.
Söderbloms. Þar flutti annar frægasti Svíi þeirra tíma,
Selma Lagerlöf, ávarp það, sem Morgunn flytur lesendum
sínuin hér. Með hliðsjón af hinni frægu skáldsögu hennar,
Jerúsalem, og vegna þess máls, sem skáldkonan túlkaði í
erindinu, má ætla, að lesendum Morgnns muni þykja feng-
ur að fá til lestrar. Á íslenzku mun ])að ekki hafa verið birt
fyrr, nema livað Safnaðarblað Dómkirkjunnar flutti útdrátt
úr því í jólablaði fyrir fáum árum.
Ritsj.
„Viljið þér leyfa mér, að segja þessu alkirkjuþingi frá
atburði, sem gerðist fyrir um það bil 50 árum. Tvö skip
höfðu rekist á í niðaþoku um nótt á Atlantshafinu. Geisi-
stórt farþegaskip, sem var á leiðinni frá New York til
Le Havre í Frakklandi, fékk leka miðskips og sökk. En
hitt skipið, geisistórt seglskip, hvarf út í næturþokuna,
án þess gerð væri tilraun til að bjarga hinum fjölmörgu
farþegum, sem á gufuskipinu voru.
Meðal hinna drukknandi farþega var ung amerísk kona,