Morgunn - 01.06.1962, Síða 25
M O R G U N N
21
arbrögðum, og þarf engan að undra, því að Sannleiks-
fjallið er aðeins eitt. En menn sjá það frá ýmsum hlfðum
og þá tekur það á sig mismunandi form, og það hafa
víst engin lög verið gefin út um, að óleyfilegt sé að teikna
það eins og það horfir við hverjum og einum, sem augu
voru gefin til að sjá. En enginn getur afmáð svo mikið
sem eitt lítið gil eða skorning í þessu fjalli með því að
teikna ranga mynd af því. Lögmálið, lögmál Sannleikans
stendur kyrrt og óhaggaö, hvernig sem menn blekkja og
láta blekkjast. Það þætti léleg ferðamennska á því landi,
Islandi, að afmá af landakortinu þær torfærur, sem fyrir
verða á leiðinni, áður en lagt er í langferð. Eða er svo
komið, að það þyki skynsamleg pólitík?
4.
Nú segjum við að mestu skilið við skuggann, þó að
enn sé mörg vísan hálfkveðin, og höldum nær sólskipjnu
fyrir utan og ofan. Enn erum við þó í lofti, sem veðrum
veldur á landjörðinni. Tilfinningastormarnir eiga upp-
tök í þeim hlutum dulvitundar, sem næstir eru dagvitund
•— hið fasta efni í líkingu okkar.
Eðlisfræðingar geta frætt okkur um, að „hið fasta
efni“ í efnisheiminum sé eiginlega alls ekkert fast, okkur
virðist það aðeins vera fast. Sama má s.egja um okkar
traustu sannfæringu um, að okkar góða og gamla „ég“ sé
þó alltaf traustur og fastur punktur í tilverunni — allt að
því nafli alheimsins. Vissara er að grandskoða ekki þetta
hrófatildur lengi, en láta sér nægja að vita, að „ég“ er
þó alltaf miðpunktur eigin tilveru á sama hátt og Jörðin
er miðdepill í tilveru mannkynsins í efnisheiminum. A.
m. k. enn miðast veraldarsaga þess við þá k'úlu, hvað sem
verður. Eins er „ég“ heilbrigð og skynsamleg staðreynd,
sem vissulega er miðjan í „veraldarsögu“ flestra einstak-
linga, — þeirra, sem enn eru ekki teknir að stunda neins
konar geimferðir í „hinum heiminum“.
Skuggi sá, sem fyrr var nefndur, tekur að jafnaði á sig