Morgunn - 01.06.1962, Qupperneq 74
70
MORGUNN
Fóstra konunnar lá háöldruð og beið dauðans. 70 ár-
um fyrr hafði hún verið gift, misst manninn sinn í byrj-
un hjúskapar og tveim árum síðar einkadóttur þeirra,
einkabarn, Kristínu. Gamla konan var fáorð mjög um
hagi sína og hafði alltaf verið. Með sorg sína hafði hún
ung flútzt í annað byggðarlag, og þar voru aðeins örfáir,
sem vissu fyrri raunir hennar. Fósturdóttir hennar sagði
mér, að aðeins fáum sinnum öll þessi mörgu ár hefði hún
heyrt fóstru sína minnast á stúlkuna, sem hún hafði misst,
og hún kvaðst ekki vita, hvort hún hefði búizt við, að
hitta hana aftur í öðrum heimi. Um það hefði gamla
konan verið fáorð, sem annað.
Nú voru liðin nærfellt 70 ár frá andláti litlu Kristínar,
og háaldraða konan lá í dvala að mestu. Seinasta nóttin
var komin. Hvað eftir annað um nóttina kom konan að
rúmi fóstru sinnar, en enga breytingu var að sjá, dval-
inn var djúpur og vær, þjáning engin.
Um miðja nóttina vaknar gamla konan af dvalanum
og segir við fósturdóttur sína: Elsku Guðrún mín, hvers
vegna lætur þú þessa ókunnugu stúlku vera að koma
hingað inn, þú veizt að mér er ekki ýkja mikið um ó-
kunnugt fólk.
Guðrún vildi eyða þessu, en gamla konan, sem þá var
með fullri rænu, stóð fast á sínu máli, en sofnaði aftur.
Enn vaknaði hún nokkru síðar og sagði: Hvers vegna er
þessi stúlka hér enn. Hún situr fast hjá mér og vill láta
svo ósköp vel að mér. Hún er ákaflega ástúðleg, en ég
veit ekki hver hún er og kæri mig lítið um atlot ókunn-
ugra. Þú skalt biðja hana, að ganga fram til þín. Nokkru
síðar sofnaði gamla konan enn.
Það var komið undir morgun og enn vaknaði gamla
konan og var skýr í augum og máli, auðsjáanlega með
fullri rænu. Stúlkan er hér enn — sagði hún —. Hún
hefur ekki vikið frá mér og er undurgóð og ástúðleg.
Hún strýkur hönd mína og vanga svo mjúkt og hlýlega.
Gamla konan þagnaði, starði fast framundan sér. Þá