Morgunn - 01.06.1962, Side 54
50
MORGUNN
hljóðum við skurðlækni sj úkrarhússins, en heilsaði lækna-
nemanum, þegar hann kom inn í stofuna, með brosi. Nú
dró hægt úr andardrætti hennar og hjartslætti, svo að auð-
sætt var að dauðinn var að nálgast. Tvívegis héldu lækn-
arnir að öllu væri lokið, en litli sjúklingurinn lifnaði í bæði
skiptin við.
Læknirinn heldur frásögu sinni áfram: „Þá gerðist
kraftaverkið. Winnie lá á bakið og hafði vikum saman
hvorki getað hreyft hendur né fætur, en nú opnaði hún
skyndilega augun mjög mikið og starði fast upp fyrir sig
í loftið. Ósjálfrátt horfðum við öll upp í loftið eftir því,
sem hún sæi, en við sáum ekki neitt.“
Björtum, starandi augum rétti hin deyjandi stúlka fram
báðar hendur. Hendur hennar gripu í eitthvað, sem við
sáum ekki hvað var, og reisti sig hægt upp, unz hún sat
upprétt í rúminu, og þannig sitjandi kallaði hún sterkri
röddu: „Ó, Ganma, Ganma, ég er að koma!“
Læknirinn segir: „Eins hægt og hún hafði setzt upp,
hallaði hún sér nú aftur á bak, og okkur virtist öllum, sem
einhver ósýnileg vera hefði reist hana upp og léti hana nú
falla mjúklega aftur á bak á sængina."
Samstundis hvarf litla Winnie yfir landamærin.
Læknirinn bætir við frásögu sína þessu: „Það er alger-
lega víst, að hinum vesælu vöðvum litlu stúlkunnar var
gersamlega um megn, að valda þessum hreyfingum hins
deyjandi barns, sem okkur fannst undursamlegar. Síðar
komumst við að raun um, að „Ganma“, sem hún kallaði á
í andlátinu hafði hún kallað hjartfólgna ömmu sína, sem
látin var fyrir um það bil ári, er þetta gerðist.“
í bók sinni, Discarnate Influence in Human Life, segir
hinn víðkunni rithöf. um sálræn efni og læknir, prófessor
Bozzano frá sýn, er deyjandi barn í skipsklefa sá og svo
var sterk, að viðstaddur læknir og f jórir aðrir annarsstað-
ar í skipinu sáu hana líka. Próf. Bozzano hafði þessa sögu
frá lækninum, dr. W. T. O’Hara.