Morgunn - 01.06.1962, Side 23
MORGUNN
19
Hnötturinn er stór og fjölbreytilegur og landafræði
hans e. t. v. engu einfaldari en landafræði Jarðarinnar. —
Sálfræði þess lífs, sem flestum er meðvitað á daginn, er
enginn barnaleikur og er þó aðeins brot af mannverunni.
3.
Kringum hnött dagvitundarinnar er gufuhvolf hans,
sem Jung nefnir hina persónulegu dulvitund. Það er sá
hluti geimsins, sem teljast má lofthelgi hnattarins og jafn-
langt nær mannhelgi eigandans. Næst jörðu eru skýin og
veðrabrigðin. Skýjahjúpurinn til svarar þeim hluta dul-
vitundar, sem næst liggur meðvitundinni, og oftast er
átt við, þegar talað er um undirvitund.
Hnötturinn með skýjahjúpnum tilhvarar þá nokkurn
veginn hugmynd Freuds um sálina. Skýjahjúpinn nefnir
Jung „skuggann“. Hann er allt, sem dagvitundin hefur
varpað frá sér — uppgufunin, allt, sem maðurinn segist
ekki vera og vill ekki vera, en er þó, af því að hann hefur
aldrei horfzt í augu við það, aldrei unnið úr því, aldrei
leyft því að þéttast og falla til jarðar sem frjóvgandi regn.
Meðal þeirra þjóða, sem litið hafa kynlífið homauga,
og hafa viljað útskúfa því í stað þess að gefa því heið-
arlegt tækifæri til að frjóvga mannlífið undir skini sólar-
innar, er mjög skiljanlegt, að mikið af þessum skýjamekki
séu gufur frá nornakötlum kynferðislegrar ástríðu. Undir
þeim kötlum er kynt með svörtum kolum, sem sýndar-
mennskan grefur úr iðrum jarðarinnar, þeim djúpum,
sem hér verða ekki nánar rædd.
Hin mikla áherzla á kynlífsástæðum fyrir taugaveikl-
unum o. fl., sem gætir í sálfræðiskoðunum Freuds, mun
því falla vel að staðreyndum á vesturhveli Jarðar svo
lengi sem þar ríkja óheilbrigð sjónarmið á þessum mál-
um, kúgunin eða dýrkunin. Lífsorka sú, sem bæði Jung og
Freud nefna libido, virðist eiga mjög auðvelt með að
ranghverfast eða stíflast í kynlífi manna, ef illa tekst til,
og ná þeir þá ekki þeim persónuþroska, sem æskilegur og