Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Page 23

Morgunn - 01.06.1962, Page 23
MORGUNN 19 Hnötturinn er stór og fjölbreytilegur og landafræði hans e. t. v. engu einfaldari en landafræði Jarðarinnar. — Sálfræði þess lífs, sem flestum er meðvitað á daginn, er enginn barnaleikur og er þó aðeins brot af mannverunni. 3. Kringum hnött dagvitundarinnar er gufuhvolf hans, sem Jung nefnir hina persónulegu dulvitund. Það er sá hluti geimsins, sem teljast má lofthelgi hnattarins og jafn- langt nær mannhelgi eigandans. Næst jörðu eru skýin og veðrabrigðin. Skýjahjúpurinn til svarar þeim hluta dul- vitundar, sem næst liggur meðvitundinni, og oftast er átt við, þegar talað er um undirvitund. Hnötturinn með skýjahjúpnum tilhvarar þá nokkurn veginn hugmynd Freuds um sálina. Skýjahjúpinn nefnir Jung „skuggann“. Hann er allt, sem dagvitundin hefur varpað frá sér — uppgufunin, allt, sem maðurinn segist ekki vera og vill ekki vera, en er þó, af því að hann hefur aldrei horfzt í augu við það, aldrei unnið úr því, aldrei leyft því að þéttast og falla til jarðar sem frjóvgandi regn. Meðal þeirra þjóða, sem litið hafa kynlífið homauga, og hafa viljað útskúfa því í stað þess að gefa því heið- arlegt tækifæri til að frjóvga mannlífið undir skini sólar- innar, er mjög skiljanlegt, að mikið af þessum skýjamekki séu gufur frá nornakötlum kynferðislegrar ástríðu. Undir þeim kötlum er kynt með svörtum kolum, sem sýndar- mennskan grefur úr iðrum jarðarinnar, þeim djúpum, sem hér verða ekki nánar rædd. Hin mikla áherzla á kynlífsástæðum fyrir taugaveikl- unum o. fl., sem gætir í sálfræðiskoðunum Freuds, mun því falla vel að staðreyndum á vesturhveli Jarðar svo lengi sem þar ríkja óheilbrigð sjónarmið á þessum mál- um, kúgunin eða dýrkunin. Lífsorka sú, sem bæði Jung og Freud nefna libido, virðist eiga mjög auðvelt með að ranghverfast eða stíflast í kynlífi manna, ef illa tekst til, og ná þeir þá ekki þeim persónuþroska, sem æskilegur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.