Morgunn - 01.06.1962, Qupperneq 39
MORGUNN
35
Auðvitað hefir Estelle Roberts haft fjölda einkafunda,
auk almenningtsfundanna, og þá ýmist til lækninga eða
til þess að gefa syrgjendum tækifæri til að hafa sam-
band við látna vini. Á styrjaldarárunum var eðlilega
mjög mikið leitað til hennar vegna horfinna eða fallinna
hermanna. Kom það þá t. d. fyrir, að menn, sem haldið
var að hefðu verið teknir til fanga, sönnuðu ástvinum
sínum með alls konar endurminningum, að þeir væru
þarna staddir á fundinum en væru komnir yfir í hinn
heiminn. Þetta reyndist jafnan rétt.
Þá kom það nokkrum sinnum fyrir á fjöldafundum,
að framliðinn hermaður, sem enginn kannaðist við, sagði
nafn sitt og heimilisfang og bað fyrir boð til ástvina
sinna. Varð þetta til þess, að samband komst á milli frú
Roberts og ættingjanna, sem hún hafði alls ekki áður
þekkt neitt til. Á þennan hátt komu margar beztu endur-
minningasannanirnar, sem um getur í bókinni.
Þá kom það ósjaldan fyrir, að fundargestir báru á
móti sönnunargögnum, sem fram komu hjá miðlinum,
og kváðu þær alls ekki geta staðizt. Eitt dæmi: Eldri
maður, sem syrgði mjög konu sína, leitaði til frú Roberts.
Hún hafði ekkert til þessa fólks þekkt. Hann fékk marg-
ar sannanir, sem hann kannaðist við, en hann kvað það
alls ekki rétt, sem framliðna konan sagði, að blómavönd-
ur hefði verið látinn í kistuna hjá henni. Þetta reyndist
þó rétt, því að dóttir hjónanna hafði lagt vöndinn í kist-
una rétt áður en henni var lokað.
Ég tók það fram í upphafi'þessa erindis, að bæði gerð-
ust líkamninga- og flutningafyrirbrigði hjá frú Roberts.
Þó mun hún ekki hafa haldið marga af slíkum fundum.
Framan af árum hafði hún fastan hring, sem í voru 9
manns. Þessi hringur fékk einn fund á ári, aðeins fyrir
sig, að tilmælum Rauða Skýs. Á einum slíkum fundi
hkamaðist Rauða Ský sjálfur í gerfi Indíána. Hann