Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Side 26

Morgunn - 01.06.1962, Side 26
22 MORGUNN skuggalegar myndir í tákndraumum manna, dimm ský, ó- hugnanlegar skepnur, menn, dýr eða hálfdýr. Næsta svið að baki skuggans er einnig mjög tilfinningaþrungið. Það kemur oftast fram sem mannvera af mótsettu kyni við dreymandann. í konum er þetta maður, sem Jung nefnir Animus, og í karlmönnum er það kona, Anima (sem merkir sál). Mörgum er skugginn að einhverju leyti kunnur. Hann er alltaf að þvælast fyrir, hvort heldur menn vilja meðganga það eða ekki. Miklu færri hafa sál- ræna þekkingu á þessu fyrirbrigði og verða því miklu fleiri til að afneita því. Jung telur, að Anima sé konan í manninum, sá þáttur í honum, sem gerir honum mögulegt að skynja, hvernig sé að vera kona, eða hafa a. m. k. ein- hverja tilfinningu fyrir því. Sá möguleiki er æði oft ónot- aður eins og svo margir möguleikar, sem í mönnum búa. Jafnframt er Anima sú draummynd af konunni, sem ræður því hvaða konur vekja ástríður mannsins og ást. Þó er engan veginn víst, að hann kjósi að kvænast slíkri konu, því að önnur draummynd, ástríðuminni, keppir á móti hinni, móðurmyndin. (Foreldramyndirnar eru í báð- um kynjum.) Anima er ástin, ástríðan, ævintýrið. Móð- urmyndin býður upp á framhald á öryggi barnsins. Það þarf kjark og mannvit til að fara ekki flatt á ævintýrinu, hitt er þægilegra að kvænast þeirri, sem getur gengið í móðurstað, og láta ævintýrið vera draum, sem glingrað er við, þegar manndómurinn er að farast úr ævintýraleysi. Svipað má segja um konuna, dæminu aðeins snúið við. Þar keppir öryggi föðurmyndarinnar við ferskleika ævin- týraprinsins. Anima kemur fram í ýmsum gervum, allt eftir því hver draumur mannsins er. Hann kemur oftast upp um gerð sinnar eigin Animu (sálar), þegar hann lýsir því „hvernig allar konur eru inn við beinið“. Sú lýsing lýsir honum betur en þeim. 1 sumum er Anima vændiskona hulin galdri kynóraþokunnar. Einnig getur hún verið dökk og djúpfögur, umvafin töfrum kynþokk- ans, og svo getur hún verið engilbjört vera með ljós
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.