Morgunn - 01.06.1962, Side 72
68
MORGUNN
maður, sem stóð við byrgið bar á milli orðsendingarnar.
Hann sneri sér að Fl. Marryat og sagði: „Ég veit ekki,
hvað þér heitið“. „Og ég vona að þér fáið heldur ekki að
vita það strax“, hugsaði hún með sér, því að nafni sínu
vildi hún umfram allt halda leyndu innan um þetta ókunn-
uga fólk, en hún var þá orðin víða kunn af bókum sínum.
Aðstoðarmaðurinn sagði, að vera væri að líkamast í byrg-
inu, sem ætti erindi við hana, og bætti við: „Hér er anda-
vera komin, sem kveðst eiga erindi við frú, sem heiti
Florence og sé hingað komin yfir Atlantshafið.“ Sam-
stundis kom hún þvert yfir gólfið, gekk að móður sinni,
féll um háls henni og sagði: „Mamma, ég var búin að segja
þér, að ég færi með þér. Var ég ekki búin að því?“
Fl. Marryat skrifar: „Ég virti hana fyrir mér. Hún var
hér nákvæmlega eins og hún hafði verið, þegar hún var
að koma til mín heima í Englandi, sama mikla, brúna
hárið, sami vöxtur, sömu andlitsdrættir og ég hafði þar
séð hjá miðlunum Fl. Cook, Arthur Coleman, Charles,
Williams og William Eglinton. Sama veran stóð nú hér
fyrir framan mig í New York, í þúsund mílna fjarlægð
frá heimili mínu og heimalandi. Og þetta gerðist hjá konu,
sem vissi ekki ,hver ég var. Florence mín var eins glöð
og ég var sjálf, hún margkyssti mig og hélt áfram að tala
um atvik, sem gerzt höfðu í skipinu á leiðinni yfir hafið,
og hún virtist vita nákvæmlega um það allt.“
Fagurlega lýsir skáldkonan gleði sinni yfir því, að fá
að hitta dóttur sína í fjalægri heimsálfu og heyra, af hve
mikilli og ástúðlegri nákvæmni hún hafði fylgzt með henni
á sjóferðinni yfir hafið. Hún segir:
„Ég gæti skrifað margar blaðsíður um hina yndislegu
framkomu hennar við mig, hin elskulegu og stundum há-
tíðlegu skilaboð, sem hún flutti mér. Það hefir verið dá-
samlegt fyrir mig, að mega fylgjast með því, hvernig sam-
bandið við hana breyttist eftir því sem árin hafa liðið.“
Barnið kunni engin tök á því, að tjá sig móður sinni í
fyrsta sinn, er hún náði sambandi við hana. En þegar ár-