Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Síða 66

Morgunn - 01.06.1962, Síða 66
62 MOEGUNN þú ert alltaf í huga mínum, elsku, dána, litla barnið mitt.“ „Já, þarna kemur það — var svarað — litla barnið þitt! En ég er ekki smábarn lengur. Ég skal komast nær. Þeir segja mér, að ég geti það. Ég veit ekki, hvort ég get komið, þegar þú ert ein. Allt er svo dimmt. Ég veit þá af þér, en það er svo óljóst. Ég hefi vaxið upp og þroskazt. Ég er ekki raunverulega óhamingjusöm, en ég þrái svo að geta komizt nær þér. Ég veit, að þú hugsar um mig, en þú hugsar um mig eins og ég væri smábarn. Þú þekkir mig ekki eins og ég er.“ „Hafa erfiðleikarnir, sem ég átti í áður en þú fæddist haft áhrif á anda þinn, Florence?" spurði móðirin. Svar- ið kom: „Aðeins eins og einn hlutur orsakar annan. Ég var með þér, mamma mín, í þeim erfiðleikum öllum. Ef ég aðeins gæti nálgazt þig betur, þá skyldi ég vera þér nær en nokkurt annað af börnunum." Móðirin sagði: „Ég get ekki afborið, að heyra þig tala svona dapurlega, elsku barn. Ég hef alltaf trúað því, að þú a. m. k. værir hamingjusöm í himnaríki.“ „Ég er ekki í himnaríki. En sá dagur mun koma, mamma, og ég get hlegið þegar ég hugsa til þess, að við förum báðar saman til himnaríkis, til þess að tína þar blá blóm. Hér eru allir ákaflega góðir við mig, en ef augu þín þola ekki dagsljósið, getur þú ekki séð fiðrildin og blómin.“ Florence Marryat vissi ekki þá, að á táknmáli sam- bandsins merkja blá blóm mikla hamingju. Hún spurði dóttur sína, hvort hún héldi, að hún gæti notað hönd mömmu til þess að skrifa ósjálfrátt. Litla stúlkan kvaðst ekki hafa trú á því. Hún sagði: „Það er eins og ég sé sam- sett úr tveim verum, óþroskuðu barni og fulltíða konu.“ — „Hvers vegna -hefi ég ekki getað talað á hinum stöðunum? Mig langaði til þess og ég reyndi það. Nú er það mér auðvelt. Þessi miðill er ólíkur hinum.“ „Ég vildi, að þú gætir komið til mín, elskan mín, þegar ég er ein“, sagði móðirin, og barnið svaraði: „Þú skalt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.