Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 71

Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 71
MORGUNN 67 Hún sagði móður sinni, að sér hefði verið leyft að sýna sig með gamla, jarðneska andlitslýtinu. „Stundum efast þú, mamma mín“, sagði hún, „og heldur að missýnir og misheyrnir blekki þig. En eftir þetta máttu aldrei efast oftar. Þú mátt ekki halda, að ég líti svona út í andaheim- inum. Ég er fyrir löngu laus við vanskapnaðinn. En ég sýndi mig með hann hér í kveld aðeins til þess að sann- færa þig. Hafðu ekki áhyggjur, mamma mín. Mundu að ég er hjá þér. Enginn getur tekið mig frá þér. Jarðnesku börnin þín vaxa upp og fara frá þér, en andabarnið þitt verður alltaf hjá þér.“ Eftir þennan fund segir Fl. Marryat, að stúlkan henn- ar hafi aldrei birzt með vanskapnaðarlýtið á munninum. Þessar frásagnir skáldkonunnar eru orðnar nokkuð lang- ar, og eru þó mikið styttar frá því sem í bókinni er. En að lokum er rétt að segja hér frá samfundum, er Fl. Marryat kveður sig hafa átt með dóttur sinni vestur í Ameríku. Hún var stödd vestan hafs til þess að vinna þar bók- menntastarf eftir samningi, sem við hana hafði verið gerður. Þegar þangað kom, langaði hana til að kynnast starfsemi þarlendra miðla, svo mjög var hún áður búin að kynnast starfsemi brezku miðlanna, og svo mikið þótti henni hún hafa borið hjá þeim úr býtum. Samkvæmt aug- lýsingu í blaði pantaði hún að fá að sitja fund hjá miðlin- um frú A. W. Williams. Þar sem hún var ókunnug gætti hún þess vandlega, að halda nafni sínu leyndu fyrir miðlum, og svo gerði hún hér. Frú Williams hafði aldrei séð hana, þekkti hana alls ekki, og enginn fundargesta. Hún segir þannig frá: „Ég kom á fundarstaðinn og tók mér sæti í fremstu röð andspænis byrginu, sem miðillinn sat í. Funarmenn, 85— 40, voru setztir, er frú Williaxns kom í salinn og heilsaði þeim, sem hún þekkti, með því að kinka til þeirra kolli. Síðan gekk hún í byrgið.“ Raddir þær, sem fyrst töluðu, voru veikar, og aðstoðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.