Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Qupperneq 56

Morgunn - 01.06.1962, Qupperneq 56
52 MORGUNN ég hélt í hendi minni, varð stirð, líkami hennar titraði dálítið, hún gerði veika tilraun til að lyfta höfði og stam- aði fram þessum orðum: „Ó, mamma, mamma, ég sé---------- — veginn---------og-------hann er-------bjartur--------- skínandi!“ Þá dó rödd hennar út í óheyranlegu hvísli, ljós- ið hófst aftur upp undir loft í klefanum. Fagurlokkaða höfuðið hennar hvíldi rólega á koddanum. Aðeins vott af veiku andvarpi heyrði ég, drættir fóru um vöðva hennar, fingur hennar í hendi minni misstu mátt, slagæðin stöðv- aðist, hún lá þarna drifhvít og hreyfingarlaus. Ég kraup við hvíluna hennar, — aleinn með dauðanum." Læknirinn leit ósjáifrátt á úrið sitt. Klukkan var hjálf- þrjú um nóttina. Hann lagði hendur litlu stúlkunnar í kross yfir brjóstið og var að rísa á fætur, þegar hurðin opnaðist og skipstjórinn gekk inn í klefann, og í fylgd með honum var fyrsti og annar stýrimaður og tveir menn af skipshöfninni aðrir. Skipstjórinn gekk að dánarbeði litlu stúlkunnar, lagði hönd sína á enni hennar og sagði: „Þetta grunaði mig.“ Og svo bætti hann við: „Læknir, ég trúi hvorki á drauga né anda, né nokkuð þess háttar. Ég held að enginn okkar héma trúi á slíkt, en við höfum allir, sem hér erum, séð nokkuð undarlegt. Og þetta, sem við sáum var svo raunverulegt og blátt áfram, að þetta bar áreiðanlega fyrir okkur. Það var blár ljóshnöttur líkur Elmós- eldi í þrumuveðri, sem birtist beint yfir höfðum okkar inni í reykskálanum, og þegar við horfðum á Ijósið sveif það þvert yfir herbergið í áttina til dyranna. Þar nam það staðar um stund, sveif síðan í áttina hingað og hvarf. Þá sagði ég blátt áfram: „Piltar mínir, nú er litla stúlkan okkar dáin.“ Þetta ljóstákn sáu sex menn á tveim stöðum í skipinu. Læknirinn og litla, deyjandi stúlkan sáu það. Og hinir mennimir sáu það í reykskálanum, þeirra á meðal skip- stjórinn, sem trúað hafði verið fyrir litlu stúlkunni á hinni löngu sjóferð. Var sál látnu móðurinnar, sem komin var til þess að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.