Morgunn - 01.06.1962, Side 73
MORGUNN
69
in liðu varð hún fulltíða kona í blóma aldurs, ástúðlegur
vinur og ráðgjafi móður sinnar. Frásögum sínum lýkur
Fl. Marryat með þessum orðum:
„Ég sit hér í kveld, á aðfangadagskveldi jóla, og enn
kemur hún til mín og segir: „Mamma, þú mátt ekki láta
sigrazt af dapurlegum hugleiðingum. Hið liðna er liðið.
Það skal verða hulið í þeirri blessun, sem þú átt í vænd-
um“. Af þeirri blessun getur fátt eða ekkert orðið mér
blessunarríkara en vissa mín um, að barnið mitt lifir enn.“
Nokkuð af þessari frásögu hefir MORGUNN birt fyrr.
Vegna nýrra lesenda birtir hann frásöguna nú, og raunar
allmildu fyllri en áður. Og þó er hún ennþá miklu fyllri
í bók Fl. Marryat: Það er enginn dauði til (There is no
Death).
Frásögnin ber þess einnig vott, hve margir afbragðs-
miðlar voru uppi á síðari hluta síðastliðinnar aldar. Enda
eru sumar af sterkustu sönnunum fyrir framhaldslífi skrá-
settar og athugaðar á því tímabili. Og það er sjálfsagt
ekki sízt vegna þess, hve efniviðurinn var þá mikill og
merkilegur til að vinna úr, að aldrei síðar hafa jafnmargir
frægir vísindamenn rannsakað fyrirbrigðin, sem rann-
sökuðu þau þá.
4.
Deyjandi móðir þekkti dóttur sína
Úr því að barnið heldur áfram að þroskast í ódáins-
heiminum, þekkir þá móðirin aftur barnið sitt eftir lang-
an aðskilnað frá því?
Mér er minnisstæð saga, sem greind og vönduð kona
sagði mér fyrir mörgum árum. Ég breyti nöfnum, því að
ég bað aldrei konuna um leyfi til að segja öðrum sögu
hennar.