Morgunn - 01.06.1962, Side 63
MORGUNN
59
Marryat fór í fyrsta sinn á miðilsfund fyrir líkamninga-
fyrirbæri, en miðilinn var frú Holmes, sem þá var mjög
þekkt af starfi sínu. Á fundinum taldi hún sig fá sann-
anir frá látinni vinkonu. En á þessum fundi gat hún ekki
áttað sig á barni, sem líkamnaðist á fundinum með
slæðu yfir munni og höku og gaf til kynna, að það væri
vegna Florence Marryat, að það væri komið til jarðarinn-
ar. Litla líkamaða barnið virtist ákaflega vonsvikið, þegar
enginn kannaðist við það á fundinum.
Um þetta segir skáldkonan í bók sinni: „Þegar þetta
gerðist, var mér svo gersamlega ókunnugt um lífið eftir
dauðann, að það hvarflaði ekki að mér, að litla barnið mitt,
sem andazt hafði tíu daga gamalt, væri nú orðið tíu ára.“
Samt hafði fundurinn svo mikil áhrif á hana, að tveim
dögum síðar tók hún sig upp og heimsótti miðilinn, frú
Holmes. Þá voru á fundi 30 manns, og aftur líkamaðist
litla veran, en enn bar enginn viðstaddur kennsl á hana.
Miðillinn vildi reyna að hjálpa litlu verunni og spurði
skáldkonuna: „Hafið þér ekki misst barn á þessum aldri?“
Hún svaraði ákveðin og neitandi, og litla veran sýndi merki
sárra vonbrigða og hvarf.
Nokkrum vikum síðar var Fl. Marryat boðið að sitja
fund hjá hinum víðfræga miðli, Florence Cook, sem ágæt-
ustu vísindamenn rannsökuðu ýtarlega með glæsilegum
árangri. Um tilhögun á fundinum segir Fl. Marryat:
„Stofunni var skipt í tvennt með flauelstjöldum, sem voru
fest þannig saman með nál, að opið milli þeirra var V-
myndað. Fyrir innan opið sat miðillinn í armstóli.“
Þar sem Fl. Marryat var allsendis ókunngu miðlinum,
kom henni það kynlega, að stjórnandinn bað hana að
standa við opið og halda tjöldunum þar saman, ef ske
kynni að nálin léti undan, þegar fyrirbrigðin færu að ger-
ast. Hún tók því samt fegins hendi, því að þarna hafði
hún hið ákjósanlegasta tækifæri til þess að fylgjast með
því, sem fram færi, og gat þarna heyrt hvert orð, sem fór
milli andastjórnandans og miðilsins.