Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Side 63

Morgunn - 01.06.1962, Side 63
MORGUNN 59 Marryat fór í fyrsta sinn á miðilsfund fyrir líkamninga- fyrirbæri, en miðilinn var frú Holmes, sem þá var mjög þekkt af starfi sínu. Á fundinum taldi hún sig fá sann- anir frá látinni vinkonu. En á þessum fundi gat hún ekki áttað sig á barni, sem líkamnaðist á fundinum með slæðu yfir munni og höku og gaf til kynna, að það væri vegna Florence Marryat, að það væri komið til jarðarinn- ar. Litla líkamaða barnið virtist ákaflega vonsvikið, þegar enginn kannaðist við það á fundinum. Um þetta segir skáldkonan í bók sinni: „Þegar þetta gerðist, var mér svo gersamlega ókunnugt um lífið eftir dauðann, að það hvarflaði ekki að mér, að litla barnið mitt, sem andazt hafði tíu daga gamalt, væri nú orðið tíu ára.“ Samt hafði fundurinn svo mikil áhrif á hana, að tveim dögum síðar tók hún sig upp og heimsótti miðilinn, frú Holmes. Þá voru á fundi 30 manns, og aftur líkamaðist litla veran, en enn bar enginn viðstaddur kennsl á hana. Miðillinn vildi reyna að hjálpa litlu verunni og spurði skáldkonuna: „Hafið þér ekki misst barn á þessum aldri?“ Hún svaraði ákveðin og neitandi, og litla veran sýndi merki sárra vonbrigða og hvarf. Nokkrum vikum síðar var Fl. Marryat boðið að sitja fund hjá hinum víðfræga miðli, Florence Cook, sem ágæt- ustu vísindamenn rannsökuðu ýtarlega með glæsilegum árangri. Um tilhögun á fundinum segir Fl. Marryat: „Stofunni var skipt í tvennt með flauelstjöldum, sem voru fest þannig saman með nál, að opið milli þeirra var V- myndað. Fyrir innan opið sat miðillinn í armstóli.“ Þar sem Fl. Marryat var allsendis ókunngu miðlinum, kom henni það kynlega, að stjórnandinn bað hana að standa við opið og halda tjöldunum þar saman, ef ske kynni að nálin léti undan, þegar fyrirbrigðin færu að ger- ast. Hún tók því samt fegins hendi, því að þarna hafði hún hið ákjósanlegasta tækifæri til þess að fylgjast með því, sem fram færi, og gat þarna heyrt hvert orð, sem fór milli andastjórnandans og miðilsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.