Morgunn - 01.06.1962, Side 30
26
MORGUNN
í sálarlífinu, sem leiöir manninn áfram til víkkandi vit-
undar um sjálfsveru sína.
Sá innri tilgangur, sem geislar af „hinum aldna vitr-
ingi“, það ljúfa líf og sú sindrandi gleði, sem ljómar í
augum Animu og Animus, þegar skuggarnir víkja, já,
allt lífið í lífinu er endurskin birtunnar, sem af þessu
ljósi lýsir.
Það þarf heldur glámskyggnan mann til að láta sér
ekki til hugar koma, að hér gæti verið um þann kraft að
ræða, sem Páll postuli, nefnir „Kristur í oss“, enda er
Jung engin launung á, að svo geti verið. Þetta er hin já-
kvæða persónulega birting hins innsta veruleika í heimi
vitundarinnar — hinn góði Guð í mannsmynd.
f draumi og vöku gætir þessarar myndar, bæði beint og
óbeint. Hún lýsir í öllu, sem felur í sér fegurð og full-
komnun, en hún nær þó bezt til þeirra, sem leggja sig
fram um að bæta úr því, sem ófagurt er og ófullkomið.
Þannig lýsir myndin í þeim sjálfum. — Þeir eru í henni
og hún í þeim.
Hið sjálfviljuga samstarf „ég“ — vitundar mannsins
við „sjálfir“ er mannsins rétta líf að dómi C. G. Jungs.
En hann varar mjög eindregiö viö þeirri hættu, sem í því
felst, að „ég“ vitundin hefur sterlca tilhneigingu til að
samkenna sig „Sjálfinu“. Mannskepnan vill gjarnan njóta
þeirrar upphefðar að vera Guð. Af slílcu auömýktarleysi
getur sprottið hin dýpsta blekking eöa geðbilun. Hið rétta
samlíf, þar sem „ég“ vitundin ástundar auðmjúkt sam-
starf við það afl, sem henni er ofvaxið að fella inn í sjálfa
sig, leiðir hins vegar til þess að meðfæddir eiginleikar,
vöggugjafirnar, verða til þeirrar blessunar í ytra lífi, sem
efni standa til.