Morgunn


Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 55

Morgunn - 01.06.1962, Blaðsíða 55
MORGUNN 51 Lítil stúlka, sem var að ferðast ein til ættingja sinna í Yokohama í Japan, hafði verið falin skipstjóranum og hann beðinn um að líta eftir henni á ferðinni. Litla stúlk- an, sem var foreldralaus, var svo yndislegt og skýrt barn, að hún vann óðara hjörtu allra, sem á skipinu voru. Þegar skipið kom austur á Kínahaf, tók litla stúlkan ákafa hita- beltissótt. Henni síversnaði og bráðlega varð auðsætt, að dauðinn einn var framundan. Þegar læknirinn sat við rúmstokk hennar, varð hann þess var, að eitthvað, sem honum þótti yfirvenjulegt, væri að gerast. Það var ennþá nótt og allangt til morguns, en smám saman birti í klefanum, unz þar var sem fullkomin dagsbirta. Ljósið virtist koma í bláleitum bylgjum, með hvítum og gullnum geislum, sem söfnuðust saman yfir deyjandi barninu. Þar léku geislarnir stutta stund, þá hurfu þeir og ljósið eitt frá daufum náttlampa var eftir í herberginu. Slagæð litlu stúlkunnar sló ennþá hægt. Þá opnaði hún augun, horfði á lækninn, lagði litlu höndina sína á hönd hans og sagði: „Ó, sjáðu! En hvað þetta er dásamlegt!“ Læknirinn skrifar: „Hún beindi augum upp, og þegar ég leit einnig upp sá ég uppi við loftið, beint yfir höfði hennar, daufan, eins og þokukenndan en lýsandi hnött, líkt og ljós skini úr fjar- lægð gegn um þétta þoku. Smám saman, en mjög hægt, jókst ljósmagnið unz það verð eins og titrandi, bláhvítar Ijósöldur. „Sjáðu,“ sagði deyjandi barnið, „ó, sjáðu,!“ Og læknirinn heldur frásögu sinni áfram: „Hægt, svo hægt, að ég tók ekki eftir því í fyrstu, tók ijóshnötturinn að síga unz hann virtist lauga ásjónu litlu stúlkunnar og hár og ummynda hana til þeirrar dýrðar, friðar og ljóma, sem vér hugsum oss að engilásjónur séu gæddar. Ég hefi aldrei séð og býst ekki við að sjá oftar svo undursamlega og himneska sýn. Augnablik lék þessi dýrðarljómi á kodda litlu stúlkunnar, hönd hennar, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.