Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 14

Morgunn - 01.06.1963, Side 14
8 MORGUNN Prófessorsembætti í parapsychologie eru fyrir víst við Duke-háskólann í Bandaríkjunum, í Útrecht í Hollandi, í Freiburg í Þýzkalandi og e. t. v. víðar. Á þriðja áratug er liðið síðan Sorbonneháskólinn í París viðurkenndi ESP- fyrirbæri sem vísindalegt rannsóknarsvið. Ef tilvist þess- ara fyrirbæra sannast örugglega og skýring finnst á því, með hvaða hætti þau gerast, opnast ný sjónarmið, sem munu gerbreyta skilningi manna á eðli sálarlífsins, á sam- bandi sálar og heila, og verða hinn mikilvægasti áfangi, sem náðst hefir til þessa í allri hinni löngu og torsóttu viðleitni mannsins til þess að þekkja og skilja sjálfan sig. Ef tilvist þeirra sannast og nokkur skýring finnst á eðli þeirrar orku, sem bak við þau býr, fæ ég ekki betur séð en hugmyndir sálfræðinga um sálina, muni nálgast að ýmsu býsna mikið kenningar hinna æðri trúarbragða um hana. Ég ætla ekki að þylja upp nöfn ágætra sálfræðinga og annarra mikilla vísindamanna, sem brennandi áhuga hafa haft eða hafa á rannsókn ESP-fyrirbæra. Nú vinnur fjöldi manna í mörgum háskólum að þessu verkefni. Mál þetta er ekkert hégómamál, en því er enginn greiði gerður með kukli, gagnrýnislausri trú og óvönduðum og haldlausum ályktunum .... Þá vil ég taka fram, að jafnvel þótt tilvist ýmissa ESP- fyrirbæra sannaðist ótvírætt, er þar með engan veginn sannað, að þau stafi frá framliðnum mönnum. Þau geta öll átt upptök sín í sálarlífi lifandi manna, átt rót sína að rekja til miðilsins sjálfs . . . .Þess má geta, að miðlar eru tiltölulega lítið notaðir við nútíma ESP-rannsóknir, en miðilsleiðslan er þó að sjálfsögðu mjög merlcilegt og tor- skilið fyrirbæri, sem þarf að rannsakast miklu betur“. Lesendum Morguns mun þykja ánægjulegt að heyra þessi ummæli próf. Símonar Jóh. Ágústssonar, þótt margir þeirra muni ekki telja sig geta verið hon- um sammála um, að fyrirbærin „geti öll átt upptök sín í sálarlífi lifandi manna, átt rót sína að rekja til miðilsins sjálfs“. Nokkur fyrir- Hvaðan stafa fyrirbærin?

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.