Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 29

Morgunn - 01.06.1963, Side 29
Mark Twain segir frá fjarhrifareynslu ★ Hinn víðfrægi skáldsagnahöfundur Mark Twain (1835— 1910) varð fyrir margháttaðri sálrænni reynslu og gerð- ist snemma á árum meðlimur Brezka Sálarrannsókna- félagsins. Hann hafði mikinn áhuga fyrir fjarhrifum, sem félagið lagði mikinn hug á að rannsaka, og nefndi þau „hugrænt skeytasamband“. Slíkt samband kvaðst hann oft iðka daglega með konu sinni, og hann kvaðst oftsinnis hafa fengið svar við bréfum sínum svo að segja um leið og hann hafði sett þau í pósthúsið, en hugsað fast um efni bréfsins til þess manns, sem bréfið átti að fá. Ein af mörgum frásögum hans er þessi: Með konu sinni, dóttur og manninum, sem annaðisi. fjármál hans og samninga við útgefendur bóka hans sat hann að hádegisverði í borginni Waitukurau í Ástralíu. „Ég sat fyrir öðrum enda borðsins (skrifar hann) og við mér blasti veggurinn til hægri handar, sem þau hin sneru baki við og gátu ekki séð. Á veggnum, sem var drjúgan spöl frá mér, hengu tvær myndir í umgjörðum. Ég sá þær ekki vel, en mér sýndist önnur þeirra vera mynd af því, er Zúlúarnir í Suður-Afríku myrtu son Napóleons þriðja. Við vorum að ræða um skáldskap og listir, en ég stöðvaði það samtal og sagði við konu mína: „Manstu, þegar fréttin barst til Parísar?" „Já, fréttin um það þegar prinsinn var myrtur?“ (Nákvæmlega þessi orð höfðu verið í huga mínum.) „Rétt, en hvaða prins?“ „Napóleon. Lulu.“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.