Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 35

Morgunn - 01.06.1963, Page 35
MORGUNN 29 með eiginhandarundirskrift minni og innsigli. J. L. Chaffin". Þótt engir vottar rituðu undir þessa erfðaskrá var hún fullgild í N.Carolinafylki, þar sem hún var skrifuð orði til orðs með eigin hendi arfleiðanda, væri unnt að sanna rithönd hans á gerningnum. Þegar gamli maðurinn var búinn að slcrifa þetta, lagði hann plaggið inn í gamla Biblíu, sem faðir hans, séra N. Chaffin hafði átt, og braut þannig tvö blöð utan um erfðaskrána, að þau mynduðu hylki utan um hana. Og á þessi tvö blöð var einmitt prentaður 27. kap. 1. Mósebókar, sem segir frá því, er Jakob þóttist vera Esaú og blekkti blindan föður sinn til þess að veita sér blessun og þann arfsrétt, sem Esaú bar. Að svo miklu leyti sem sannað verður, hefir gamli maðurinn ekki minnzt á þessa síðari erfðaskrá við nokkurn mann. En hann gerði annað, hann saumaði í vasann á yfirfrakka sínum blað, sem hann hafði skrif- að á: „Lesið 27. kap. 1. Mósebókar í gömlu Biblíunni hans föður míns“. 7. sept. 1921 andaðist gamli maðurinn af byltu, sem hann hafði hlotið. 24. s. m. fékk næstyngsti sonurinn, Marshall, staðfesta fyrri erfðaskrána. Móðir hans og bræður hreyfðu að sjálfsögðu engum andmælum, þeim var allsendis ókunnugt um síðari erfðaskrána. Það er vert að hafa í huga, þegar þessi eiðfesta yfirlýsing næst elzta bróðurins, James Pinkney Chaffins, er lesin: „Ég heyrði föður minn með vissu aldrei minnast á nokkra aðra erfðaskrá en þá, sem hann gerði árið 1905. Það var, að ég held, í júní 1925 að mig fór að dreyma hann mjög skýrt hvað eftir annað. Mér þótti hann koma að rúmi mínu en segja ekkert. Nokkuru síðar, ég held í júnílok, dreymdi mig að hann kæmi enn að rúmi mínu, klæddur í svartan yfirfrakka, sem hann hafði átt og ég hafði oft séð hann bera. Að þessu sinni talaði andi föður míns til mín. Hann togaði í frakka

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.