Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 36

Morgunn - 01.06.1963, Side 36
30 MORGUNN sinn og sagði: „Þú getur fundið erfðaskrá mína hér í frakkavasanum“. Þá hvarf hann. Um morguninn vaknaði ég viss um það, að faðir minn hefði vitrazt mér til þess að leiðrétta einhvem misskilning. Ég fór inn í herbergi móður minnar til þess að gá að frakk- anum, en sá að hann var horfinn. Móðir mín kvaðst hafa gefið yfirfrakkann bróður mínum, John, sem á heima í Yadkinfylki um það bil 20 mílum norðvestur af heimili mínu. Ég held það hafi verið 6. júlí, næsta mánudag eftir að mig hafði dreymt drauminn, að ég fór á fund bróður míns í Yadkin, og þar fann ég frakk- ann. Innri vasinn hafði verið saumaður aftur. Ég skar upp nálsporin og óðara fann ég samanvafið blað, sem þráður var bundinn utan um. Á blaðinu stóð með rit- hendi föður míns þetta: „Lesið 27. kap. 1. Mósebókar í gömlu Biblíunni hans föður míns“. Ég var orðinn svo sannfærður um, að eitthvert leynd- armál ætti að komast upp, að ég tók með mér votta, þegar ég fór á fund móður minnar til að leita í gömlu Biblíunni. Ég tók með mér nágranna minn, Thos. Blackwelder, dóttir hans og dóttir mín voru einnig við- staddar. Ég varð að gera talsverða leit heima hjá móð- ur minni að Biblíunni. Loks fundum við hana í efstu skúffu dragkistu einnar uppi á lofti. Bókin var svo lasin, að hún datt í þrjá parta, þegar hún var tekin upp. Hr. Blackwelder tók upp þann partinn, sem 1. Mósebók var í, og fletti blöðum unz hann kom að 27. kapítula. Þar höfðu tvö blöð verið brotin og lögð þann- ig saman, að þau mynduðu hylki, og í þessu hylki fann Blackwelder erfðaskrá þá, sem nú hefir verið staðfest og tekin gild, (hún var dæmd gild í des. 1925). I des. vitraðist faðir minn mér enn um það bil viku áður en þessi erfðaskrá var dæmd gild. Hann virtist vera í mikilli geðshræringu og sagði: „Hvar er gamla erfðaskráin?" .... Margir vina minna halda, að ekki sé unnt lifandi

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.