Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 39

Morgunn - 01.06.1963, Side 39
MORGUNN 33 sálrænum gáfum miðils, sem les vitneskju úr einhverjum allsherj ar-endurminningas j óði. Hinsvegar hygg ég, að Mackenzie forsætisráðherra hafi litið svo á, að uppgötvun erfðaskrár kanadíska þingmanns- ins hafi sannað hugarstarf, ákveðna viðleitni hins látna þingmanns til þess að eigum hans yrði ráðstafað í sam- ræmi við það, sem vilji hans hafði verið. Próf. H. H. Price virðist hinsvegar ekki líta svo á, að í slíkum tilfellum sé aðeins um að ræða allsherjarendur- minningasjóð, sem yfirvitund miðils eigi aðgang að, held- ur gerir hann ráð fyrir því, að „í dýpri álfum sálarlífsins séu allir menn í fullkomnu og stöðugu f jarhrifasambandi sín á milli“ (sbr. Proc. S. P. R. des. 1939). Þetta má þá skýra svo, sem frú Wriedt hafi, þegar hug- ur hennar var starfandi í þessum „dýpri álfum“, verið í fjarhrifasambandi við hinn látna þingmann og fengið þannig frá honum þá vitneskju um seinni erfðaskrána, sem hann þráði að koma til fjölskyldu sinnar. Parapsychologarnir munu sennilega skýra málið eitt- hvað á þessa leið: Whately Carington gerir ráð fyrir, að skyldar hugsanir, sem margir hugsa, renni saman og myndi starfandi heild- areiningu. Sé þetta svo, þá er víst, að hugsanir ættingja þingmannsins hafi mjög snúizt um að finna erfðaskrá hans og myndað saman starfandi heild. Á fundinum með frú Wriedt hafi þessar samstarfandi hugsanir orkað sefj- andi á miðilinn og beint dulvitund hennar að lausn vanda- niálsins .... Síðan hafi hinn annar persónuleiki hennar húið það til, að vitneskjan kæmi frá hinum látna manni, beinlínis búið þingmanninn til og látið þennan tilbúning tala þetta í gegn um lúðurinn í fundarherberginu. Þannig hafi hún leikið á ættingja þingmannsins sem skiljanlega glöddust mjög yfir að fá þessa vitneskju. Á sama hátt *tti þá einnig að mega skýra tilfellið með erfðaskrá Chaffins. 3

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.