Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 46

Morgunn - 01.06.1963, Side 46
40 MORGUNN eðlilegasta skýringin sú, að framliðna konan, sem hafði þekkt Graham fyrir hundrað árum, hafi verið þarna sjálf að verki, eins og hún staðhæfði, og komið vitneskjunni fram fyrir tilstilli miðilsgáfu frú Dowdens. Hér, eins og í fjöldamörgum öðrum tilfellum, eru skýr- ingar þeirra, sem ekki vilja eða telja sig ekki geta að- hyllzt andatilgátuna, langsóttar og óeðlilegar og gera ráð fyrir hæfileikum miðlanna, sem eru tilgátur einar og ekkert annað. Sannanir — sönnunargögn Það er örðugt að komast hjá að líta svo á, að þau dæmi, sem hér hafa verið tilfærð, um erfðaskrá Chaffins, skuldina, sem konan var krafin um frá Hamborg, og um eitruðu lindina, sem látni drengurinn Bobby Newlove sagði til um, og einnig bókasannanirnar, bendi sterklega á framhaldslíf og eðlilegt vitsmunastarf þeirra látnu manna, sem tjáðust vera þarna að verki. Það er miklu eðlilegra að gera ráð fyrir því, aðhyllast þá skýringu, en hinu, að hugsa sér að miðlarnir, sem hér áttu hlut að máli, hafi búið yfir því nær almáttugum hæfileika til þess að afla sér að öðrum og óskaplega dularfullum og ósönnuðum leiðum, þeirrar vitneskju, sem fram kom í orðsendingum hjá þeim í transi. Og hverjar skýringar, sem menn kjósa aðrar að aðhyllast á þessum fyrirbær- um, sýnist algerlega ljóst, að mannshugurinn er ekki fram- kvæmi líkamlegrar orku einnar, eins og efnishyggjuvís- indin gera ráð fyrir. Lauslega þýtt og nokkru úr kaflanum sleppt. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.