Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 54

Morgunn - 01.06.1963, Side 54
48 MORGUNN ur yfirgengur allan annan, og getur ekki byggzt á neinu öðru en hreinni vanþekkingu. Hinn sanni kristindómur Hvemig er þá þessi játningakristindómur, sem S. A. M. telur eiga að vera hinn eina kristindóm, sem leyfast skuli í landi voru? Hér verður aðeins drepið á fátt eitt til að bregða birtu yfir trúarlíf þessa trúvilludómara. Því var trúað, að Jesús hefði verið einkasonur Guðs í þeim skiln- ingi, að hann hefði engan jarðneskan föður átt; hann hafi risið í jarðneskum líkama úr gröf sinni og farið þannig upp til himna og sitji þar við hægri hönd Guðs almáttugs og muni þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Yel væri nú hægt að slcilja sumt af þessu á tákn- legan hátt, en upprunalega var allt þetta skilið bókstaflega og mundu trúmenn slíkir sem S. A. M. telja það sáluhjálp- aratriði að trúa þannig. í samræmi við þetta trúðu menn einnig á upprisu holdsins á efsta degi, þegar rétttrúaðir menn einir yrðu hólpnir, en heiðingjar og villutrúarmenn, einkum endurskírendur og iivítvoðungar, sem ekki náðu skírn, yrðu sendir til helvítis og látnir brenna þar um alla eilífð á glóandi eldi. Sá meistari, sem brýndi það fyrir mönnum að elska óvini sína og biðja fyrir þeim, er í Ágsborgarjátningu gerður að grimmlyndum heimsdómara, sem stendur fyrir steik- ingu ungbarna og hræðilegri misþyrming alls þorra mann- kyns í eilífri útskúfun. Þó að S. A. M. sé þetta vel að skapi og geti ekki hugsað sér ánægjulegri kristindóm handa íslendingum, þá segi ég það fyrir mitt leyti, að mér finnst drottinn kristinna manna lítt vera vegsamaður með svo ofboðslegum getsökum, enda heyrast þær nú sem bet- ur fer sjaldan í íslenzkri kirkju. Fyrir mörgum árum kallaði eitt bezta sálmaskáld og velgerðarmaður íslenzkrar kirkju þetta: kenninguna ljótu. Hann fékk að vísu biskups- áminning, en seinna gerði Háskóli íslands þennan prest

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.