Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 61

Morgunn - 01.06.1963, Page 61
MORGUNN 55 Vegurinn til lífsins þýðir: vegurinn til fullkomins lífs, til andlegs þroska. Verið því fullkomnir eins og yðar himn- eski faðir er fullkominn. Þetta er skýlaus krafa allra mik- illa spámanna. Slóttugir guðfræðingar reyna að „plata“ sig inn í himnaríki með lélegri guðfræði, en þeim tekst það ekki. Guðfræði og stjórnmál Engum kemur það á óvart, þó að S.A.M. vilji lítið sálu- félag hafa við hina meiri háttar vísindamenn og heim- spekinga, sæki heldur sitt andlega vegarnesti til kassa- prédikara íslenzkra. Þá mundi flestum blöskra, þegar þessi stríðsmaður rétttrúnaðarins telur, að málflutningur stjórnmála og kristinnar kirkju eigi að vera með hlið- stæðu móti. Ekki mundi Alþýðuflokkur þola kommúnista við blað sitt og öfugt. Því sé ekki eðlilegt, að íslenzk kirkja þoli menn í þjónustu sinni, sem eitthvað nýtilegt sjái í öðrum trúarstefnum. Með öðrum orðum telji það fremur viðfangsefni guðfræðinnar í dag að leita sannleikans um guð, um kenningu Jesú og hið mannlega líf, en þjóna eld- gömlum guðfræðistefnum. En væri það nú svo hættulegt a. m. k. fyrir þjóðina, ef einhverjir starfsmenn réðust að þessum ágætu blöðum, sem meiri áhuga hefðu fyrir því að segja satt en þjóna þrengstu flokkssjónarmiðum? Eru stjórnmál yfirleitt relc- in af þeirri sannleiksást, að til fyrirmyndar geti orðið kirkjumálum á Islandi? Ég læt þeirri spurningu ósvarað, en minni á þau víðfleygu orð, sem meistari kristinna manna sagði fyrir dómstóli Pílatusar: Til þess er ég fædd- ur og til þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleikans megin, heyrir mína röddu. Það gæti verið nokkur leiðbeining um, hvað íslenzka ríkið ætlast til af prestum sínum, að eigi dugir það nú lengur til prestsskapar að kunna aðeins fræði Lúthers, heldur starfrækir ríkið háskóla, þar sem ætlazt er til að guðfræði

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.