Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 62

Morgunn - 01.06.1963, Side 62
56 MORGUNN sé kennd á vísindalegan hátt, og kjörorð þessarar vísinda- stofnunar er einmitt hið sama og kjörorð Krists, að bera sannleikanum vitni. Og í kapellu guðfræðideildarinnar eru skráð þessi orð Krists: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Ég hefi áður bent á það, að í mannheimum er enginn altækur sannleikur til, hann er einungis að finna hjá Guði. Spámenn Guðs og vitringar hafa þó reynt að opin- bera mönnunum eitthvað af sannleikanum. Þessir spá- menn eru af mörgum tungum og þjóðernum og styðja og bæta hver annan upp og kenna í meginatriðum hið sama. Þeir sem ekki skilja þetta, skilja heldur engan þessara spámanna, og líta á trúna sem pólitík, þar sem sjálfsagt sé að fjandskapast við „heiðna“ menn og útrýma þeim, eins og t. d. pólitískir flokkar svívirða venjulega hver annan og leitast við að útrýma þeim. S.A.M. segist reyndar vilja virða önnur trúarbrögð af heilum hug, en ekki getur það verið annað en látalæti, þar sem hann vill láta presta þjóðkirkjunnar vísa þeim norður og niður. Þó er önnur skýring hugsanleg og hún er sú, að hann viti ekkert hvað hann er að segja, og þykir mér það sennilegast. Kristindómur og andahyggja Allir kristnir menn eru spíritistar að því leyti að þeir trúa því, að lífið haldi áfram eftir líkamsdauðann, og að Jesús Kristur hafi leitt í ljós lífið og ódauðleikann með upprisu sinni. S.A.M. telur það svívirðu að bera saman upprisu Krists og fyrirbrigði þau, er gerðust í frum- kristninni við þau fyrirbrigði, sem andahyggjumenn hafa til rannsóknar, en ekki reynir hann að rökstyðja það, enda er þetta ekki annað en hreinn hleypidómur. Það væri fróðlegt fyrir þennan höfund, að hugsa um það stundarkorn, hvort honum mundi hafa dottið í hug að trúa því, ef honum hefði í gær eða dag verið sagt frá upprisu Jesú. Grátandi kona hefði séð hann í gras-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.