Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Qupperneq 63

Morgunn - 01.06.1963, Qupperneq 63
MORGUNN 57 garðinum, og ekki þekkt hann fyrr en hann ávarpaði hana, tveir menn, sem voru á ferð úti á landsbyggðinni hefðu lengi talað við hann, en ekki þekkt hann fyrr en hann fór frá þeim o. s. frv. Hefði hann ekki talið þetta veika vitnisburði og alla söguna ekkert annað en andatrúarrugl úr spíritistum? Hvernig getur hann þá frekar trúað þessu eftir tvö þúsund ár, þegar mörgum sinnum er erfiðara að rannsaka sannleiksgildi sögunnar? Ég held í sannleika sagt, að það séu engin líkindi til að hann geti fremur trúað þessari gömlu upprisusögu en þeim, sem nýrri eru, enda má minna á það, að jafnvel lærisveinar Krists trúðu ekki fyrr en þeir sáu og þreifuðu á. En þetta sýnir hversu sjón er sögu ríkari. Enginn efi er heldur á því, að sjálfur Páll postuli var gæddur miklum miðilsgáfum, fór í trans, sá sýnir, talaði við anda, og talaði tungum allra manna mest eins og hann segir sjálfur frá í bréfum sínum. 1 söfnuðinum í Korinthuborg var sérstaklega mikið um þessar andagáfur eins og lesa má um í 12. kap. I. Kor. Enn verð ég að leiðrétta eina vitleysu og hún er sú, að „spíritismi" hafi hvergi komizt inn í kirkjur nema á Islandi. Þetta fer fjarri öllu lagi. Margir enskir prestar og amerískir hafa verið sannfærðir spíritistar, jafnvel biskupar, kórdjáknar og aðrir prelátar. Doktorar í guð- fræði og frægir guðfræðiprófessorar hafa skrifað um spíritisma og formála fyrir ritum spíritista. Enskir prest- ar hafa skrifað bækur um spíritisma, gert tilraunir ára- tugum saman, skrifað jafnvel stór rit ósjálfrátt í kirkjun- um sjálfum. Oflangt mál yrði að þylja mörg nöfn, en benda má t. d. á, að einn kunnasti prestur, sem nú er uppi í London, dr. Leslie Weatherhead, sem um aldarfjórð- ungs skeið var prédikari við City Temple, er sannfærður spíritisti, þannig að hann hefur getið þess í ræðum, að hann efist ekki um að náðst hafi samband milli lifenda og dáinna. Og rétt um það leyti, sem ég skrifa þetta, berst mér í hendur hefti af Reader’s Digest með grein eftir einn frægasta prest New York borgar: Norman
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.