Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 64

Morgunn - 01.06.1963, Page 64
58 MORGUNN Vincent Peale, höfund margra ágætra bóka, þar sem hann skýrir frá andlegri reynslu sinni, sem hann segir að sér hafi nægt til sönnunar fyrir öðru lífi. Hann segir m. a.: Hugboð vort hvíslar því að oss, að dauðinn sé elcki endirinn, skynsemin styður það og sálarrannsóknirnar staðfesta það. Nákvæmar rannsóknir dr. J. B. Rhine’s á skyggnigáfu og fjarhrifum, sem færir stærðfræðingar hafa talið gerðar eftir öruggum aðferðum, virðast benda til, að maðurinn búi yfir hæfileikum, sem ekki séu bundnir tíma og rúmi. Þá bendir hann á, að sálfræðingurinn og heimspekingurinn nafnkunni, William James (sem var spíritisti), hafi talið, að sál mannsins væri ekki annað en brot af sái alheimsins og gæti því ekki dáið (sbr. Pál: 1 honum lifum, erum og hrærumst vér.......en þetta er nú víst bráðhættuleg algyðistrú). Ennfremur bendir hann á, að upprisa Kxists sé hornsteinn kristindómsins (en S. A.M. telur upprisutrúna lítið koma kristindóminum við). Þannig prédika nú og skrifa ýmsir frægustu prestar stórþjóðanna og þykir ekkert „viðundur“ þar. Að vísu geri ég ráð fyrir, að þar séu einnig til einhverjir kreddu- pokar, en enginn hlustar á þá þar fremur en hér. Hið eina, sem slíkir menn áorka er að fæla menn frá kirkjun- um með stækri þröngsýni sinni. Skrifað á sumardaginn fyrsta. ★ Benjamín Kristjánsson.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.