Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 65

Morgunn - 01.06.1963, Side 65
Hverfur Afríka aftur til heiðni? ★ I erlendum tímaritum og blöðum er mjög rædd hin erf- iða aðstaða kristniboðsins og það mikla vandamál, hve mikið ber á því, að lituðu þjóðirnar hafni kristindóminum og jafnvel hverfi frá honum í löndum, þar sem hann hafði fest rætur. I höfuðmálgagni Brezku Biskupakirkjunnar, Church Times, 4. jan. í vetur birtist grein um þetta mál eftir rómv. kaþólskan blaðamann. Þessu hefir naumast eða ekki verið hreyft í ísl. blöðum, en vegna þess, að athygli mun vekja margra lesenda MORGUNS, birtist meginmál þessarar greinar brezka kirkjublaðsins hér. Afrískur stjórnmálamaður, sem hlotið hefir menntun í Bandaríkjunum, stóð í ræðustóli og sagði við áheyrendur sína: „Herrar mínir og frúr, kristindómurinn, sem Jesús Kristur boðaði, er vissulega hin ágætasta trú. Þeim mönn- um, sem vandlega lifa hann, er heitið eilífri sáluhjálp. En sú tegund kristindóms sem hvítu mennirnir fluttu til Af- ríku var rangfærður kristindómur, sem hafði það markmið að þjóna nýlendustefnu hinna hvítu. Þetta var pólitískt herbragð að kveldi nýlenduvaldsins, til þess ætlað, að slæva hugi og hjörtu Afríkuþjóðanna og fá þær til þess að lúta nýlenduvaldinu. Hvítu mennirnir predikuðu fagnaðarboðskap hjálpræð- isins. Þeir hvöttu Afríkumenn til þess að hefja augu til

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.