Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 71

Morgunn - 01.06.1963, Page 71
Frá trúarheimi Japana Nýjar hreyfingar ★ Væntanleg mun á dönsku innan skamms þýðing á at- hyglisverðri bók, sem danskur maður, cand mag. Harry Thomsen, hefir ritað á ensku um trúarlíf í Japan á vorum dögum. Höf. hefir dvalizt þar eystra langdvölum og aflað sér staðgóðrar þekkingar á því efni, sem hann skrifar um. Hann segir frá nýrri trúvakningu í Japan, og byggir sú hreyfing á hinum ævaforna Shintoátrúnaði Japana, Búddhadómi, eins og hann hefir þróast í Japan og mik- ill fjöldi þjóðarinnar hefir aðhyllzt, og sækir auk þess margt til kristindómsins og raunar einnig annarra trú- kerfa. Þessi nýja hreyfing hefir þegar náð miklum áhrifum meðal Japana. Mestur hluti þeirra manna, sem að henni hneigist, er alþýðufólk. 80% er bændur og verkamenn, en afkoma þessara stétta er langt um verri í Japan en á Vesturlöndum. Á síðustu árum hafa forvígismenn hreyfingarinnar lagt á það mikla stund, að ná til milli- stéttanna og menntafólksins, og alveg sérstaklega til æskulýðsins. f því skyni er miklum áróðri beitt, upplýs- ingastarfsemi, bókasöfnum, sem stofnuð eru, og þjóð- félagslegu umbótastarfi. Nýjar leiðir eru famar til þess að ná eyrum fólksins, með fyrirlestrum, kvikmyndum, sjónvarpi, námsflokkum, hátíðum og dansi. Verðlag þar eystra er miklum mun lægra en á Vesturlöndum, og voru þó útgjöld fjögurra megindeilda þessarar nýju hreyfingar árið 1958 um 220 milljónir ísl. króna það ár. 5

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.