Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Page 76

Morgunn - 01.06.1963, Page 76
70 MORGUNN vitnað í Ritningu kristinna manna. I nokkur af helgi- ritum þessara trúfélaga hefir Fjallræða Jesú verið tekin og Faðir-vor. Um Krist er talað með dýpstu lotningu. Og því nær alla kristilega trúarlærdóma má finna í ein- hverri mynd í þessum japönsku trúfélögum. Þó er naumast á krossfestinguna og upprisuna minnzt. Ýmsir af leiðtogum þessara nýju trúarbragða voru áður kristnir menn. Aðrir eru undir sterkum áhrifum kristindómsins. Það eru fleiri leiðir til en hið venjubundna kristniboð, til að greiða kristindóminum veg meðal ekki-kristinna manna. Asíuþjóðirnar hafna í ríkara og ríkara mæli hinum vestrænu umbúðum kristindómsins. En Asíutrú- arbrögðin eru yfirleitt umburðarlynd, og þessvegna geta þau tekið við kristnum hugmyndum og samlagað þau sjálfum sér. Munu ekki framtíðarsigrar kristindómsins fremur verða þeir, en að ekki-kristnar þjóðir segi skilið við trú feðra sinna og taki upp kristindóm, eins og hann hefir mótast á Vesturlöndum og í kirkjum Vesturlanda? Að miklu þýtt eftir Psykis'ic Information.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.