Morgunn


Morgunn - 01.06.1963, Side 78

Morgunn - 01.06.1963, Side 78
72 MORGUNN undsson, framkvæmdastjóri, Hilmar Norðfjörð, loft- skeytamaður og Helgi Vigfússon, verzlunarmaður. Fulltrúaráðið hefur haldið fund með sér og kosið þriggja manna framkvæmdastjóm. Hana skipa sr. Jón Auðuns, sem er formaður, Eggert P. Briem, sem er fé- hirðir, og Sigurlaugur Þorkelsson, sem er ritari. Á aðalfundinum voru ennfremur kosnir sem endur- skoðendur félagsins þeir Ari Thorlacius, lögg. endur- skoðandi og Ingimar Jóhannesson, fulltrúi. Eins og lög félagsins, sem prentuð eru hér á eftir, bera með sér, hefir verið ákveðið að eftirleiðis verði Morgunn ársrit félagsins, sem öllum félagsmönnum verð- ur sent gegn 100 kr. ársgjaldi, sem er þá bæði félags- og áskriftargjald Morguns. Þar sem hjón eru bæði í fé- laginu verður þeim aðeins sent eitt eintak af ársritinu og eitt félagsgjald innheimt, nema þau óski annars. Þeir, sem hafa verið áskrifendur Morguns, en ekki verið félagsmenn í S.R.F.I. greiða 75 kr. sem áskriftar- gjald. Nær þetta til allra, sem búsettir eni úti á landi, utan Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar, en eins og kunnugt er, hafa þeir ekki greitt félagsgjald undan- farin ár, þótt þeir hafi verið skráðir félagsmenn, en fengið útgáfubækur félagsins með sama verði og aðrir félagsmenn. Um leið og þessi breyting er gerð, mun Sálarrann- sóknarfélagið sjálft hafa með höndum afgreiðslu Morg- uns og innheimtu áskriftar- og félagsgjalda, en Stefán Stefánsson, bóksali, sem haft hefur á hendi afgreiðslu Morguns í fjöldamörg ár, lætur af því starfi. Ritstjóri Morguns og stjórn félagsins vill þakka Stefáni ágæta samvinnu og þá sérstöku reglusemi í öllum störfum hans fyrir Morgunn fyrr og síðar, meðan hann hefir haft þessi störf á hendi. Verður Morgunn framvegis afgreiddur á skrifstofu félagsins í Garðastræti 8, sem verður opin a.m.k. einu sinni í viku, á miðvikudögum frá kl. 514-7 e.h., svo sem

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.