Morgunn - 01.06.1967, Page 9
MORGUNN
3
2.
Yfir langflesta menn gengur sú raun einhvern tíma æv-
innar, að sitja í rökkvuðum loftsal sorgarinnar. Þá stara
margir spyrjandi augum og óvissir út í geiminn. Aðrir horfa
flöktandi augum fram á veginn í einhverri óljósri, veikri
von. Og enn eru aðrir þeir, sem horfa með rósemi fram á
veginn, og í blikandi tárum þeirra er bjarmi af vissu, sem er
ósegjanlega dýrmæt.
1 loftsal sorgarinnar vegna ástvinamissisins liggur fyrr
eða síðar flestra manna leið. En menn eru misjafnlega við
því búnir að koma þangað.
Ég hef að sjálfsögðu séð marga í þeim sal og komið í sorg-
arhúsin við margs konar aðstæður. Og mig hefur miklu oft-
ar undrað það, hve menn tóku sorginni með mikilli rósemi,
einnig þegar hún var verulega sár og þung, og ég hef undrazt,
„hvað þeir gátu grátið lágt
í gaddi og vetrarhríðum".
Th. Thoroddsen.
En ég tel alveg víst, að þetta stafar einkum af því, hve mönn-
um hér er eðlilegt að hugsa og spyrja um dauðann og gera
sér um hann heilbrigðar og skynsamlegar hugmyndir.
Ég held því ekki fram, að fslendingar séu trúaðri en aðrar
þjóðir. Ég veit ekkert um það, hvorki til né frá. Og ég held
að aðrir viti það engu fremur. Hugskot manna eru oftast
öðrum lokuð, og lika þeim, sem þykjast vera þar kunnug-
astir. En af því, sem ég hef reynt, með bókum og samtölum,
að skyggnast inn í hugarheim annarra þjóða um þessi efni,
held ég, að fslendingum sé eðlilegra en mörðum öðrum að
spyrja hræðslulaust og öfgalaust um dauðann, og að einmitt
þetta sé ástæða þess, hve margir ganga með öryggi og rósemi
inn í loftsal sorgarinnar, þegar sporin verða að liggja þangað.
3.
Ég lít á það sem fagnaðarefni, að menn þurfi að spyrja og
þori að spyrja um rök lífs og dauða. Ég lít á það sem stóran