Morgunn


Morgunn - 01.06.1967, Side 9

Morgunn - 01.06.1967, Side 9
MORGUNN 3 2. Yfir langflesta menn gengur sú raun einhvern tíma æv- innar, að sitja í rökkvuðum loftsal sorgarinnar. Þá stara margir spyrjandi augum og óvissir út í geiminn. Aðrir horfa flöktandi augum fram á veginn í einhverri óljósri, veikri von. Og enn eru aðrir þeir, sem horfa með rósemi fram á veginn, og í blikandi tárum þeirra er bjarmi af vissu, sem er ósegjanlega dýrmæt. 1 loftsal sorgarinnar vegna ástvinamissisins liggur fyrr eða síðar flestra manna leið. En menn eru misjafnlega við því búnir að koma þangað. Ég hef að sjálfsögðu séð marga í þeim sal og komið í sorg- arhúsin við margs konar aðstæður. Og mig hefur miklu oft- ar undrað það, hve menn tóku sorginni með mikilli rósemi, einnig þegar hún var verulega sár og þung, og ég hef undrazt, „hvað þeir gátu grátið lágt í gaddi og vetrarhríðum". Th. Thoroddsen. En ég tel alveg víst, að þetta stafar einkum af því, hve mönn- um hér er eðlilegt að hugsa og spyrja um dauðann og gera sér um hann heilbrigðar og skynsamlegar hugmyndir. Ég held því ekki fram, að fslendingar séu trúaðri en aðrar þjóðir. Ég veit ekkert um það, hvorki til né frá. Og ég held að aðrir viti það engu fremur. Hugskot manna eru oftast öðrum lokuð, og lika þeim, sem þykjast vera þar kunnug- astir. En af því, sem ég hef reynt, með bókum og samtölum, að skyggnast inn í hugarheim annarra þjóða um þessi efni, held ég, að fslendingum sé eðlilegra en mörðum öðrum að spyrja hræðslulaust og öfgalaust um dauðann, og að einmitt þetta sé ástæða þess, hve margir ganga með öryggi og rósemi inn í loftsal sorgarinnar, þegar sporin verða að liggja þangað. 3. Ég lít á það sem fagnaðarefni, að menn þurfi að spyrja og þori að spyrja um rök lífs og dauða. Ég lít á það sem stóran
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.