Morgunn - 01.06.1967, Side 17
MORGUNN
11
og dulsálfræðin hafa þegar fært okkur mikla þekkingu um
þessi mál. Vegna þess, sem í ljós hefur komið í sambandi
við miðla, ósjálfráða skrift, víxlskeyti og margt fleira, hafa
þeir, sem við sálarrannsóknir fást, ríka ástæðu til að ætla,
að framhaldslíf eigi sér stað. 1 bók sinni The Superphysical
hefur Arthur Osborn skýrt frá sjö tegundum fyrirbæra, sem
sýna, að full ástæða sé til þess fyrir þá, sem fást við sálar-
rannsóknir og algjörlega tímabært, að halda því fram, að
líf sé að loknu þessu, vegna þess að á annan hátt sé ekki
unnt að skýra þessi fyrirbæri. Að sjálfsögðu geta menn þó
enn haldið áfram að efast um gildi þeirra sannana, sem
sálarrannsóknirnar hafa leitt í ljós varðandi framhaldslífið.
Það er og verður jafnan álitamál, hvað telja beri óyggjandi
sönnun. Og það er misjafnlega auðvelt að færa fram gild-
ar sannanir, eftir því hvað á að sanna. Osborn segir því
réttilega:
„Það liggur í augum uppi, að ómögulegt er að sanna
nokkurn hlut, nema menn hafi áður gert sér ljósa grein
fyrir því, hvað teljast eigi sönnun í hverju einstöku
tilfelli".
En hvað sem þessu líður, þá eru nú þegar fyrir hendi
óteljandi vitnisburðir um framhald lífs eftir dauðann, sem
öllum eni nú aðgengilegir í þeim fjölda bóka um þessi mál,
sem nú er völ á að kynnast, ef menn á annað borð hafa
áhuga á að gera það. Og þeim vitnisburðum, sem gera mönn-
um auðveldara að trúa á líf eftir dauðann, fer sífellt fjölg-
andi, eftir því sem rannsóknunum miðar áfram. Þeim, sem
áhuga hafa á þessum efnum, skal bent á bækur eftir F. W. H.
Myers, Henri Sidgvvick, Sir Oliver Lodge, G. N. M. Tyrrel
og fleiri.
En enda þótt unnt sé að finna i ritum þeirra manna, sem
mest hafa fengizt við sálarrannsóknir, að minnsta kosti
mjög sterkar líkur fyrir framhaldi lífs eftir líkamsdauðann,
svo ekki sé sterkara að orði kveðið, þá er í þeim bókmennt-
um fremur lítið rætt um eðli þess lífs, sem við tekur. Því er